Erlent

Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína

Rúmlega fertugur Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína á hóteli í Miami í Flórída í gær með því að varpa þeim fram af svölum á 15. hæð. Hann framdi svo sjálfsmorð á sama hátt. Að sögn lögreglu hafði maðurinn og eiginkona hans átt í hjónabandserfiðleikum undanfarna mánuði. Við yfirheyrslur sagði móðirin, sem var í öðru herbergi þegar ógæfan dundi yfir, að hún hefði heyrt syni sína æpa og þegar hún kom inn í herbergið sá hún eiginmann sinn stökkva af svölunum út í opinn dauðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×