Innlent

Óhappið í Kaupmannahöfn: Aldrei rukkað fyrir björgunaraðgerðir hér á landi

Karen Kjartansdóttir skrifar
Brúin sem konan datt fram af.
Brúin sem konan datt fram af.
Umfjöllun danskra fjölmiðla af óhappi ungrar konu sem féll af Drottningarbrúnni fyrir neðan einkennist af gysi. Unnusti konunnar sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að aldrei hefði verið fjallað um málið á þennan veg ef konan hefði verið dönsk en ekki íslensk.

En meðal þess sem sagt hefur verið í dönskum miðlum er að þetta hafi verið fyllerí ársins, mikið er gert úr þjóðerni fólksins og rifjað er upp að síðast hafi Grænlendingur drukknað þarna og nú næstum Íslendingur.

Þá hefur verið til umræðu að konan sem féll út í eigi að greiða fyrir björgunaraðgerðirnar sjálf. Unnusti konunnar segir engan hafa nefnt það við þau og slíkt hljómi undarlega í eyrum Íslendinga sem eigi björgunarfólk sem ekki rukki fólk sem bjargað er úr lífshættu.

En nú hegðar fólk sér oft glannalega hér á landi og útköllum fjölgar með fjölgun ferðamanna, kæmi til greina að rukka fólk hér á landi?

Við spurðum starfandi framkvæmdastjóra Landsbjargar.

„Þessi umræða hefur sem betur ekki verið hávær, við höfum helst ekki viljað ræða kostnað við svona björgunaraðgerðir því fólk sem lendir í einhverjum vandamálum eða slysum á ekki að veigra sér við að kalla í hjálpina í staðinn fyrir að bíða með það vegna þess að það gæti kostað. Ég held að fólk verði að fara mjög varlega í svona umræðu," segir Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×