Sport

Owen líklega til Real

Flest bendir til þess að Michael Owen, framherji Liverpool, muni á næstu dögum ganga til liðs við hið stjörnum prýdda lið Real Madríd frá Spáni. Talið er að Real muni greiða Liverpool 8 milljónir sterlingspunda fyrir kappann, auk þess sem hægri kantmaðurinn Carlos Nunez myndi fylgja með í kaupunum. David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madríd, hefur lýst yfir ánægju með fréttirnar og segist vonast til þess að Owen komi til Real og Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, sömuleiðis. Hann segist viss um að þeir muni styrkja lið Real og þeim verði tekið opnum örmum í Madrídarborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×