Erlent

Opnaði barnahús í Linköping

Silvía Svíadrottning opnaði barnahús í Linköping í Svíþjóð í morgun, að íslenskri fyrirmynd, en drottningin kynntist starfsemi Barnahúss hér á landi þegar hún var hér ásamt eiginmanni sínum, Karli Gústaf Svíakonungi, í opinberri heimsókn fyrir rúmu ári. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu á Íslandi, var viðstaddur opnunina í Svíþjóð, en hann hefur veitt Svíum ráðgjöf við undirbúning starfseminnar. Stefnt er að því að opna fleiri slík hús í Svíþjóð innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×