Handbolti

Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson hefur þjálfað japanska karlalandsliðið í handbolta síðan 2017.
Dagur Sigurðsson hefur þjálfað japanska karlalandsliðið í handbolta síðan 2017. vísir/getty

Dagur Sigurðsson nýtur þess að þjálfa japanska karlalandsliðið og er ekki farinn að hugsa sér til hreyfings. Hann var gestur Sportsins í dag.

Dagur tók við japanska liðinu 2017 og hans aðalverkefni var að undirbúa það fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Þeim hefur nú verið seinkað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.

„Frá mínum bæjardyrum séð klára ég samninginn,“ sagði Dagur en samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur ekki út fyrr en 2024. „Ég hef jafnvel áhuga á að starfa lengur þarna. Mér líður vel og þetta hentar mér vel.“ 

Dagur segir að starfið geri sér kleift að búa á Íslandi sem hann hafði lengi langað til.

„Ég get verið mikið heima á Íslandi sem ég hef gaman að. Ég bjó í 20 ár erlendis og langaði að búa á Íslandi. Ég get það með þessu starfi. Og þegar ég er í vinnunni er ég í Tókýó sem er frábær borg. Allur aðbúnaður er frábær og strákarnir æfa vel. Ég er mjög sáttur í mínu starfi.“

Strákarnir hans Dags enduðu í 3. sæti á Asíuleikunum fyrr á þessu ári og keppa á HM í Egyptalandi áður en að Ólympíuleikunum á heimavelli kemur.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.