Rannsökum líka þetta hrun Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Ég legg til að við ákveðum hér og nú, að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem mun gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna hrunsins. Þannig tilkynning, á þessum tímapunkti, að þetta hrun og ekki síst viðbrögðin við því, verði rannsökuð mun virka sem öflugt aðhald á þær efnahagslegu ákvarðanir sem nú eru teknar og verða teknar á næstu mánuðum. Hvaða fyrirtæki lifa og deyja? Nú er allt samfélagið í rústabjörgun og óvissan er mikil. Kynntir eru aðgerðarpakkar stjórnvalda og bankar ráðast í alls konar aðgerðir gagnvart fyrirtækjum og fólkinu í landinu. Stórkostleg tilfærsla á fjármunum mun eiga sér stað og ákvarðanir um hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki munu deyja verða teknar. Þá munu fjármunir og störf glatast og margs konar lobbýsimi fyrir sérhagsmunum mun eiga sér stað. Nú eru rúm 11 ár síðan bankahrunið var. Í því hruni fór margt úrskeiðis, tæplega 30 íslenskir bankamenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Sumar aðgerðir stjórnvalda og banka urðu mjög umdeildar. Þá var hins vegar ákveðið að setja á fót öfluga rannsóknarnefnd sem hafði nánast ótakmarkaðar heimildir til að gera upp málin, bankaleynd var afnumin og sérstakt embætti saksóknara tók til starfa. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu skipti samfélagið miklu máli. Tilkynnum um rannsókn núna Þótt þessi tvö hrun séu eðlisólík og ekkert bendir til brota á lögum í þessu hruni sem nú gengur yfir, er ljóst að margar ákvarðanir stjórnvalda og annarra aðila verða umdeildar. Sumir munu fá fyrirgreiðslu á kostnað almennings en aðrir ekki. Gagnsæi verður því að vera lykilorðið í öllum þeim aðgerðum sem nú standa yfir og eru framundan. Án gagnsæis verður ekki traust á aðgerðunum og þeirri uppbyggingu sem við munum öll standa frammi fyrir. Þó að orsakir þessa hruns séu mun ljósari en orsakir síðasta hruns stendur eftir að aðgerðirnar sem stjórnvöld og fyrirtæki ráðast í vegna þessa hruns þurfa að koma til skoðunar. Það skiptir einnig máli að 2 af 3 stærstu viðskiptabönkunum eru ríkisbankar og þurfa því allar aðgerðir bankanna sérstaklega að vera hafnar yfir allan vafa. Nú er því rétti tíminn að ákveða að öllum steinum verður velt í framtíðinni. Þannig tryggjum við best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem nú eru ákveðnar. Höfund er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við ákveðum hér og nú, að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem mun gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna hrunsins. Þannig tilkynning, á þessum tímapunkti, að þetta hrun og ekki síst viðbrögðin við því, verði rannsökuð mun virka sem öflugt aðhald á þær efnahagslegu ákvarðanir sem nú eru teknar og verða teknar á næstu mánuðum. Hvaða fyrirtæki lifa og deyja? Nú er allt samfélagið í rústabjörgun og óvissan er mikil. Kynntir eru aðgerðarpakkar stjórnvalda og bankar ráðast í alls konar aðgerðir gagnvart fyrirtækjum og fólkinu í landinu. Stórkostleg tilfærsla á fjármunum mun eiga sér stað og ákvarðanir um hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki munu deyja verða teknar. Þá munu fjármunir og störf glatast og margs konar lobbýsimi fyrir sérhagsmunum mun eiga sér stað. Nú eru rúm 11 ár síðan bankahrunið var. Í því hruni fór margt úrskeiðis, tæplega 30 íslenskir bankamenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Sumar aðgerðir stjórnvalda og banka urðu mjög umdeildar. Þá var hins vegar ákveðið að setja á fót öfluga rannsóknarnefnd sem hafði nánast ótakmarkaðar heimildir til að gera upp málin, bankaleynd var afnumin og sérstakt embætti saksóknara tók til starfa. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu skipti samfélagið miklu máli. Tilkynnum um rannsókn núna Þótt þessi tvö hrun séu eðlisólík og ekkert bendir til brota á lögum í þessu hruni sem nú gengur yfir, er ljóst að margar ákvarðanir stjórnvalda og annarra aðila verða umdeildar. Sumir munu fá fyrirgreiðslu á kostnað almennings en aðrir ekki. Gagnsæi verður því að vera lykilorðið í öllum þeim aðgerðum sem nú standa yfir og eru framundan. Án gagnsæis verður ekki traust á aðgerðunum og þeirri uppbyggingu sem við munum öll standa frammi fyrir. Þó að orsakir þessa hruns séu mun ljósari en orsakir síðasta hruns stendur eftir að aðgerðirnar sem stjórnvöld og fyrirtæki ráðast í vegna þessa hruns þurfa að koma til skoðunar. Það skiptir einnig máli að 2 af 3 stærstu viðskiptabönkunum eru ríkisbankar og þurfa því allar aðgerðir bankanna sérstaklega að vera hafnar yfir allan vafa. Nú er því rétti tíminn að ákveða að öllum steinum verður velt í framtíðinni. Þannig tryggjum við best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem nú eru ákveðnar. Höfund er þingmaður Samfylkingarinnar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun