Rannsökum líka þetta hrun Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Ég legg til að við ákveðum hér og nú, að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem mun gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna hrunsins. Þannig tilkynning, á þessum tímapunkti, að þetta hrun og ekki síst viðbrögðin við því, verði rannsökuð mun virka sem öflugt aðhald á þær efnahagslegu ákvarðanir sem nú eru teknar og verða teknar á næstu mánuðum. Hvaða fyrirtæki lifa og deyja? Nú er allt samfélagið í rústabjörgun og óvissan er mikil. Kynntir eru aðgerðarpakkar stjórnvalda og bankar ráðast í alls konar aðgerðir gagnvart fyrirtækjum og fólkinu í landinu. Stórkostleg tilfærsla á fjármunum mun eiga sér stað og ákvarðanir um hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki munu deyja verða teknar. Þá munu fjármunir og störf glatast og margs konar lobbýsimi fyrir sérhagsmunum mun eiga sér stað. Nú eru rúm 11 ár síðan bankahrunið var. Í því hruni fór margt úrskeiðis, tæplega 30 íslenskir bankamenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Sumar aðgerðir stjórnvalda og banka urðu mjög umdeildar. Þá var hins vegar ákveðið að setja á fót öfluga rannsóknarnefnd sem hafði nánast ótakmarkaðar heimildir til að gera upp málin, bankaleynd var afnumin og sérstakt embætti saksóknara tók til starfa. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu skipti samfélagið miklu máli. Tilkynnum um rannsókn núna Þótt þessi tvö hrun séu eðlisólík og ekkert bendir til brota á lögum í þessu hruni sem nú gengur yfir, er ljóst að margar ákvarðanir stjórnvalda og annarra aðila verða umdeildar. Sumir munu fá fyrirgreiðslu á kostnað almennings en aðrir ekki. Gagnsæi verður því að vera lykilorðið í öllum þeim aðgerðum sem nú standa yfir og eru framundan. Án gagnsæis verður ekki traust á aðgerðunum og þeirri uppbyggingu sem við munum öll standa frammi fyrir. Þó að orsakir þessa hruns séu mun ljósari en orsakir síðasta hruns stendur eftir að aðgerðirnar sem stjórnvöld og fyrirtæki ráðast í vegna þessa hruns þurfa að koma til skoðunar. Það skiptir einnig máli að 2 af 3 stærstu viðskiptabönkunum eru ríkisbankar og þurfa því allar aðgerðir bankanna sérstaklega að vera hafnar yfir allan vafa. Nú er því rétti tíminn að ákveða að öllum steinum verður velt í framtíðinni. Þannig tryggjum við best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem nú eru ákveðnar. Höfund er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við ákveðum hér og nú, að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem mun gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna hrunsins. Þannig tilkynning, á þessum tímapunkti, að þetta hrun og ekki síst viðbrögðin við því, verði rannsökuð mun virka sem öflugt aðhald á þær efnahagslegu ákvarðanir sem nú eru teknar og verða teknar á næstu mánuðum. Hvaða fyrirtæki lifa og deyja? Nú er allt samfélagið í rústabjörgun og óvissan er mikil. Kynntir eru aðgerðarpakkar stjórnvalda og bankar ráðast í alls konar aðgerðir gagnvart fyrirtækjum og fólkinu í landinu. Stórkostleg tilfærsla á fjármunum mun eiga sér stað og ákvarðanir um hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki munu deyja verða teknar. Þá munu fjármunir og störf glatast og margs konar lobbýsimi fyrir sérhagsmunum mun eiga sér stað. Nú eru rúm 11 ár síðan bankahrunið var. Í því hruni fór margt úrskeiðis, tæplega 30 íslenskir bankamenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Sumar aðgerðir stjórnvalda og banka urðu mjög umdeildar. Þá var hins vegar ákveðið að setja á fót öfluga rannsóknarnefnd sem hafði nánast ótakmarkaðar heimildir til að gera upp málin, bankaleynd var afnumin og sérstakt embætti saksóknara tók til starfa. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu skipti samfélagið miklu máli. Tilkynnum um rannsókn núna Þótt þessi tvö hrun séu eðlisólík og ekkert bendir til brota á lögum í þessu hruni sem nú gengur yfir, er ljóst að margar ákvarðanir stjórnvalda og annarra aðila verða umdeildar. Sumir munu fá fyrirgreiðslu á kostnað almennings en aðrir ekki. Gagnsæi verður því að vera lykilorðið í öllum þeim aðgerðum sem nú standa yfir og eru framundan. Án gagnsæis verður ekki traust á aðgerðunum og þeirri uppbyggingu sem við munum öll standa frammi fyrir. Þó að orsakir þessa hruns séu mun ljósari en orsakir síðasta hruns stendur eftir að aðgerðirnar sem stjórnvöld og fyrirtæki ráðast í vegna þessa hruns þurfa að koma til skoðunar. Það skiptir einnig máli að 2 af 3 stærstu viðskiptabönkunum eru ríkisbankar og þurfa því allar aðgerðir bankanna sérstaklega að vera hafnar yfir allan vafa. Nú er því rétti tíminn að ákveða að öllum steinum verður velt í framtíðinni. Þannig tryggjum við best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem nú eru ákveðnar. Höfund er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar