Löngu tímabært að endurskoða meiðyrðalöggjöf Bjarki Ármannsson skrifar 30. júlí 2014 07:30 Enginn hefur hlotið fangelsisrefsingu hér á landi fyrir meiðyrði, þótt slík refsing rúmist innan laganna. Vísir/Samsett Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að þótt refsirammi hér á landi fyrir ýmis brot á friðhelgi einkalífsins, þar með talið meiðyrði og móðganir, sé mjög hár sé hann í engu sambandi við raunverulega framkvæmd dómstóla. Ný skýrsla Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar þar sem borin var saman meiðyrðalöggjöf í Evrópu sýnir að löggjöfin á Íslandi er nokkuð ströng.Björg ThorarensenFramkvæmdin gjörbreytt „Refsiramminn okkar er frá 1940, þannig að þetta eru orðin mjög gömul hegningarlög sem hafa ekki verið tekin til heildarendurskoðunar,“ segir Björg. „Síðan hafa breytt viðhorf manna til tjáningarfrelsisins leitt til þess að þungar refsingar fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið eru aflagðar hér á landi.“ Þau ákvæði almennu hegningarlaganna sem snúa að brotum á friðhelgi einkalífs og meiðyrðum er að finna í 25. kafla. Þar kemur meðal annars fram að hægt sé að dæma einstakling í fangelsi í tvö ár fyrir „ærumeiðandi aðdróttun“. Björg segir það „löngu tímabært“ að endurskoða þessi ákvæði. „Framkvæmdin hefur gjörbreyst,“ segir hún. „Það má segja að þessi kafli hafi sérstöðu innan hegningarlaganna fyrir það að það er algjörlega úrelt, og andstætt sjónarmiðum um tjáningarfrelsi, að dæma mann til fangelsisvistar fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt. Það má segja að það sé álitamál hvort það þurfi yfirleitt að vera refsiákvæði út af því að menn misnoti tjáningarfrelsi, svona í hefðbundnum meiðyrðamálum.“ Hegningarlögin íslensku taka sér að miklu leyti til fyrirmyndar danska löggjöf. Björg segir að þar í landi, sem og hér, sé aldrei dæmt til fangelsisvistar í meiðyrðamálum og mjög sjaldan til nokkurrar refsingar yfirhöfuð. „Það hafa komið önnur úrræði í staðinn,“ segir Björg. „Það eru oftar dæmdar skaðabætur, sem renna þá til þess sem var misgert við. Slík mál eru höfðuð á grundvelli skaðabótalaganna.“Helgi Hrafn GunnarssonVilja afnema fangelsisrefsinguna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikla þörf á að endurskoða íslenska meiðyrðalöggjöf. Þingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram frumvarp um að afnema fangelsisrefsingu við brot á áðurnefndum ákvæðum og hyggst gera það að nýju í haust. „Erlendis hefur fólk verið fangelsað vegna sambærilegra laga,“ segir Helgi Hrafn. „Þegar það hefur verið gagnrýnt þar, þá hafa þeir bent á lönd eins og Ísland og sagt: Sjáið bara ykkar eigin lög. Skilaboðin sem við sendum með þessu er að þetta sé réttmætt, jafnvel þó við göngum aldrei það langt í dómkerfinu sjálfu.“ Tengdar fréttir Lög um ærumeiðingar ströng í alþjóðasamanburði Hámarksrefsing á Íslandi við því að smána erlent ríki er sex ár, lengri dómur en í öðrum ríkjum Evrópu. 29. júlí 2014 09:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að þótt refsirammi hér á landi fyrir ýmis brot á friðhelgi einkalífsins, þar með talið meiðyrði og móðganir, sé mjög hár sé hann í engu sambandi við raunverulega framkvæmd dómstóla. Ný skýrsla Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar þar sem borin var saman meiðyrðalöggjöf í Evrópu sýnir að löggjöfin á Íslandi er nokkuð ströng.Björg ThorarensenFramkvæmdin gjörbreytt „Refsiramminn okkar er frá 1940, þannig að þetta eru orðin mjög gömul hegningarlög sem hafa ekki verið tekin til heildarendurskoðunar,“ segir Björg. „Síðan hafa breytt viðhorf manna til tjáningarfrelsisins leitt til þess að þungar refsingar fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið eru aflagðar hér á landi.“ Þau ákvæði almennu hegningarlaganna sem snúa að brotum á friðhelgi einkalífs og meiðyrðum er að finna í 25. kafla. Þar kemur meðal annars fram að hægt sé að dæma einstakling í fangelsi í tvö ár fyrir „ærumeiðandi aðdróttun“. Björg segir það „löngu tímabært“ að endurskoða þessi ákvæði. „Framkvæmdin hefur gjörbreyst,“ segir hún. „Það má segja að þessi kafli hafi sérstöðu innan hegningarlaganna fyrir það að það er algjörlega úrelt, og andstætt sjónarmiðum um tjáningarfrelsi, að dæma mann til fangelsisvistar fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt. Það má segja að það sé álitamál hvort það þurfi yfirleitt að vera refsiákvæði út af því að menn misnoti tjáningarfrelsi, svona í hefðbundnum meiðyrðamálum.“ Hegningarlögin íslensku taka sér að miklu leyti til fyrirmyndar danska löggjöf. Björg segir að þar í landi, sem og hér, sé aldrei dæmt til fangelsisvistar í meiðyrðamálum og mjög sjaldan til nokkurrar refsingar yfirhöfuð. „Það hafa komið önnur úrræði í staðinn,“ segir Björg. „Það eru oftar dæmdar skaðabætur, sem renna þá til þess sem var misgert við. Slík mál eru höfðuð á grundvelli skaðabótalaganna.“Helgi Hrafn GunnarssonVilja afnema fangelsisrefsinguna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikla þörf á að endurskoða íslenska meiðyrðalöggjöf. Þingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram frumvarp um að afnema fangelsisrefsingu við brot á áðurnefndum ákvæðum og hyggst gera það að nýju í haust. „Erlendis hefur fólk verið fangelsað vegna sambærilegra laga,“ segir Helgi Hrafn. „Þegar það hefur verið gagnrýnt þar, þá hafa þeir bent á lönd eins og Ísland og sagt: Sjáið bara ykkar eigin lög. Skilaboðin sem við sendum með þessu er að þetta sé réttmætt, jafnvel þó við göngum aldrei það langt í dómkerfinu sjálfu.“
Tengdar fréttir Lög um ærumeiðingar ströng í alþjóðasamanburði Hámarksrefsing á Íslandi við því að smána erlent ríki er sex ár, lengri dómur en í öðrum ríkjum Evrópu. 29. júlí 2014 09:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Lög um ærumeiðingar ströng í alþjóðasamanburði Hámarksrefsing á Íslandi við því að smána erlent ríki er sex ár, lengri dómur en í öðrum ríkjum Evrópu. 29. júlí 2014 09:00