Sport

Sportið í dag: Dagur Sig, körfuboltaþjálfarar og klifur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stjórnartaumana í Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stjórnartaumana í Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Sportið í dag er á sínum stað klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport í dag.

Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska karlalandsliðsins, verður gestur þáttarins.

Rætt verður við Guðrúnu Ósk Ámundadóttur sem gerði Skallagrím að bikarmeisturum kvenna í körfubolta í vetur.

Hrafn Kristjánsson körfuboltaþjálfari verður í viðtali um samstarf Álftaness og Stjörnunnar. 

Þá verður rætt við efnilegustu klifurkonu landsins sem er með klifurvegg í herberginu sínu

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×