Bæturnar byggðar á óljósri skuldastöðu 9. desember 2010 05:00 Utan um meðferðarheimilið sjálft reka hjónin félagið Meðferðarheimilið Árbót ehf. Fasteignir heimilisins, auk annarra eigna, eru hins vegar í félaginu Bragabót. Frá því fyrra til hins seinna hafa runnið um 150 milljónir að núvirði frá árinu 2001. Eigendur meðferðarheimilsins Árbótar hafa síðan 2001 greitt sjálfum sér um 150 milljónir að núvirði í húsaleigu. Þrjátíu milljóna króna bætur stjórnvalda til þeirra grundvölluðust að miklu leyti á skuldum vegna framkvæmda á staðnum. Skuldirnar liggja í félagi sem sinnir ekki bara meðferðarheimilinu. Viðsemjendur fengu aldrei reikninga þess í hendur. Eigendur meðferðarheimilisins Árbótar létu Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytinu eða fjármálaráðuneytinu aldrei í té ársreikninga til stuðnings kröfu sinni um bætur vegna lokunar heimilins. Bæturnar voru ekki síst ákvarðaðar með hliðsjón af skuldum sem væru vegna uppbyggingar og endurbóta á húsnæði Árbótar. Skuldastaðan er hins vegar mjög óljós og reikningar lágu sem áður segir aldrei fyrir. Bragabót fengið 150 milljónirFrá árinu 2001 hefur Meðferðarheimilið Árbót fengið yfir 700 milljóna króna rekstrarframlag frá Barnaverndarstofu, séu framlögin hvert ár færð að núvirði. Af þeim fjármunum hafa um 150 milljónir að núvirði runnið til systurfélagsins Bragabótar í formi húsaleigu. Bragabót var stofnað árið 2001 til að halda utan um húseignir Árbótarhjóna. Bragabót hefur lagt út í töluverðan kostnað vegna endurbóta á húsnæðinu og annarrar uppbyggingar, að því er virðist að ósk Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneytisins. Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Árbótarhjóna, hefur fullyrt að útistandandi skuldir vegna þessara framkvæmda hafi við slit þjónustusamnings Barnaverndarstofu við Árbót numið um 48 milljónum króna. Eðlilegt hefði verið að bæta þeim þá upphæð og því hafi þrjátíu milljóna bæturnar sem samdist um að lokum í raun verið óeðlilega lágar. Ekki verið sýnt fram á skuldirnarÞeir sem með unnu að samningsgerðinni á vegum hins opinbera sáu hins vegar aldrei aðra reikninga en Meðferðarheimilisins Árbótar. Skuldir þess félags námu í fyrra aðeins 2,6 milljónum. Hins vegar námu skuldir Bragabótar ehf. í árslok 2009 tæpum 56 milljónum. Það er nokkru meira en þær 48 milljónir sem lögmaðurinn Björgvin Þorsteinsson nefndi í greinargerð sinni um málið. Þar að auki er umsýsla fasteigna meðferðarheimilisins ekki það eina sem Bragabót fæst við. Inni í félaginu er húseign að Sandi, sem aldrei hefur hýst meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu, auk þess sem ársreikningur félagsins frá 2007 sýnir að það ár keypti félagið hús á Húsavík á tæpar 29 milljónir króna. Þá ber þess að geta að bótakrafa Árbótarhjóna lækkaði nokkuð á meðan á samningaviðræðum stóð. Hún var upphaflega rúmlega níutíu milljónir, auk sex mánaða uppsagnarfrests, með vísan til þess hversu langur tími var eftir af þjónustusamningnum. Hún fór síðan stiglækkandi þar til samningsaðilar sættust á þrjátíu milljóna króna greiðslu. Segir ríkið ekkert skuldaBragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur í nokkrum tölvubréfum sem Fréttablaðið hefur undir höndum mótmælt bótakröfu Árbótarhjóna harðlega. Þá hefur hann fullyrt að það standist varla að hið opinbera skuldi hjónunum enn stórfé vegna framkvæmda að Árbót, enda hafi þau greitt til félagsins tugi milljóna í húsaleigu á allra síðustu árum, sem hefðu átt að duga til að greiða niður skuldir vegna framkvæmdanna. Þessa skoðun sína hafði Bragi látið í ljós við félagsmálaráðuneytið áður en gengið var til samninga við Árbótarhjónin. Þrátt fyrir það var aldrei kallað eftir sundurliðuðum reikningum til stuðnings bótakröfunni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Eigendur meðferðarheimilsins Árbótar hafa síðan 2001 greitt sjálfum sér um 150 milljónir að núvirði í húsaleigu. Þrjátíu milljóna króna bætur stjórnvalda til þeirra grundvölluðust að miklu leyti á skuldum vegna framkvæmda á staðnum. Skuldirnar liggja í félagi sem sinnir ekki bara meðferðarheimilinu. Viðsemjendur fengu aldrei reikninga þess í hendur. Eigendur meðferðarheimilisins Árbótar létu Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytinu eða fjármálaráðuneytinu aldrei í té ársreikninga til stuðnings kröfu sinni um bætur vegna lokunar heimilins. Bæturnar voru ekki síst ákvarðaðar með hliðsjón af skuldum sem væru vegna uppbyggingar og endurbóta á húsnæði Árbótar. Skuldastaðan er hins vegar mjög óljós og reikningar lágu sem áður segir aldrei fyrir. Bragabót fengið 150 milljónirFrá árinu 2001 hefur Meðferðarheimilið Árbót fengið yfir 700 milljóna króna rekstrarframlag frá Barnaverndarstofu, séu framlögin hvert ár færð að núvirði. Af þeim fjármunum hafa um 150 milljónir að núvirði runnið til systurfélagsins Bragabótar í formi húsaleigu. Bragabót var stofnað árið 2001 til að halda utan um húseignir Árbótarhjóna. Bragabót hefur lagt út í töluverðan kostnað vegna endurbóta á húsnæðinu og annarrar uppbyggingar, að því er virðist að ósk Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneytisins. Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Árbótarhjóna, hefur fullyrt að útistandandi skuldir vegna þessara framkvæmda hafi við slit þjónustusamnings Barnaverndarstofu við Árbót numið um 48 milljónum króna. Eðlilegt hefði verið að bæta þeim þá upphæð og því hafi þrjátíu milljóna bæturnar sem samdist um að lokum í raun verið óeðlilega lágar. Ekki verið sýnt fram á skuldirnarÞeir sem með unnu að samningsgerðinni á vegum hins opinbera sáu hins vegar aldrei aðra reikninga en Meðferðarheimilisins Árbótar. Skuldir þess félags námu í fyrra aðeins 2,6 milljónum. Hins vegar námu skuldir Bragabótar ehf. í árslok 2009 tæpum 56 milljónum. Það er nokkru meira en þær 48 milljónir sem lögmaðurinn Björgvin Þorsteinsson nefndi í greinargerð sinni um málið. Þar að auki er umsýsla fasteigna meðferðarheimilisins ekki það eina sem Bragabót fæst við. Inni í félaginu er húseign að Sandi, sem aldrei hefur hýst meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu, auk þess sem ársreikningur félagsins frá 2007 sýnir að það ár keypti félagið hús á Húsavík á tæpar 29 milljónir króna. Þá ber þess að geta að bótakrafa Árbótarhjóna lækkaði nokkuð á meðan á samningaviðræðum stóð. Hún var upphaflega rúmlega níutíu milljónir, auk sex mánaða uppsagnarfrests, með vísan til þess hversu langur tími var eftir af þjónustusamningnum. Hún fór síðan stiglækkandi þar til samningsaðilar sættust á þrjátíu milljóna króna greiðslu. Segir ríkið ekkert skuldaBragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur í nokkrum tölvubréfum sem Fréttablaðið hefur undir höndum mótmælt bótakröfu Árbótarhjóna harðlega. Þá hefur hann fullyrt að það standist varla að hið opinbera skuldi hjónunum enn stórfé vegna framkvæmda að Árbót, enda hafi þau greitt til félagsins tugi milljóna í húsaleigu á allra síðustu árum, sem hefðu átt að duga til að greiða niður skuldir vegna framkvæmdanna. Þessa skoðun sína hafði Bragi látið í ljós við félagsmálaráðuneytið áður en gengið var til samninga við Árbótarhjónin. Þrátt fyrir það var aldrei kallað eftir sundurliðuðum reikningum til stuðnings bótakröfunni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira