Petrov fyrsti kostur hjá Lotus Renault við hlið Kubica 2011 9. desember 2010 15:16 Rússinn Vitaly Petrov er 26 ára gamall og ók með Renault í ár. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira