Líf á öðrum hnöttum þykir sífellt líklegra 9. desember 2010 06:00 Þessi mynd NASA af Enceladusi, einu tungla Satúrnusar, var tekin þegar geimfarið Casini átti leið hjá 11. ágúst 2008. Grænleit svæði eru sögð sýna grófkorna ís og íshnullunga. Fréttablaðið/AP Nýverið hefur verið upplýst að lífvænlegar plánetur eru mun fleiri en áður var talið. Þá hefur verið sýnt fram að að líf finnst í umhverfi sem talið var baneitrað. Vísindamenn telja því öll rök hníga í þá átt að líklegra sé að jörðin sé ekki eina plánetan þar sem líf hafi orðið til. Nokkrar nýjar uppgötvanir sem nýverið hefur verið greint frá renna stoðum undir þá skoðun að jörðin sé ekki eina plánetan í óravíddum geimsins þar sem líf hafi kviknað — að við séum ekki ein, svo gripið sé til orðaleppa úr sjónvarpsþáttum á borð við X-files og V. Í nýrri umfjöllun fréttastofunnar AP kemur fram að vísindamenn hafi fyrir nokkrum dögum upplýst að stjörnur séu þrisvar sinnum fleiri en þeir hafi áður talið. Annar hópur vísindamanna hafi uppgötvað að örverur geti lifað á arseniki og þar með aukið skilning fólks á því að líf kunni að þrífast við ólífvænlegustu aðstæður. Og svo var það fyrr á þessu ári að stjörnufræðingar upplýstu í fyrsta sinn um fund plánetu sem gæti fóstrað líf líkt og jörðin. „Vísbendingarnar hrannast upp," segir Carl Pilcher, forstjóri Geimlífeðlisfræðistofnunar Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA Astrobiology Institute) sem rannsakar uppruna, þróun og möguleika lífs í alheiminum. „Ég held að hver sem horfir á þessar niðurstöður hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að líf sé víðar að finna í geimnum."Líkast til er þó rétt að slá þann varnagla að vegna þess hve nýjar þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra eru tekst fræðiheimurinn ennþá á um það hversu miklar ályktanir megi af þeim draga. Þá vara vísindamenn við of miklum væntingum vegna þess að leitin að lífi á öðrum hnöttum eigi sér stað á frumstigi, líklegra sé að uppgötvanir framtíðar snúist um slím, fremur en að E.T. komi í ljós. Síðan verði af áhuga fylgst með þróun slímsins. Vísindamenn hafa búið sér til jöfnu til að reikna út líkindin á því að þróað líf sé að finna á annarri plánetu. Stórir þættir jöfnunnar byggja hins vegar á ágiskunum sem ekki eru beint á sviði geimvísindanna. Þar á meðal er hverjar líkurnar séu á því að vitsmunalíf hafi náð að þróast og hver sé líftími menningar. En sé málið einfaldað og kröfur um vitsmuni og menningu fjarlægðar úr jöfnunni byggja útreikningarnir á tveimur meginþáttum: Hversu víða er að finna staði úti í geiminum þar sem líf getur þrifist? Og hversu miklum vandkvæðum er það bundið fyrir líf að kvikna? Uppgötvanir síðustu viku hafa bæði aukið mögulega kviknunarstaði lífs og útvíkkað skilgreiningu vísindamanna á lífi. Líf í geimnum er því sagt líklegra en nokkru sinni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Nýverið hefur verið upplýst að lífvænlegar plánetur eru mun fleiri en áður var talið. Þá hefur verið sýnt fram að að líf finnst í umhverfi sem talið var baneitrað. Vísindamenn telja því öll rök hníga í þá átt að líklegra sé að jörðin sé ekki eina plánetan þar sem líf hafi orðið til. Nokkrar nýjar uppgötvanir sem nýverið hefur verið greint frá renna stoðum undir þá skoðun að jörðin sé ekki eina plánetan í óravíddum geimsins þar sem líf hafi kviknað — að við séum ekki ein, svo gripið sé til orðaleppa úr sjónvarpsþáttum á borð við X-files og V. Í nýrri umfjöllun fréttastofunnar AP kemur fram að vísindamenn hafi fyrir nokkrum dögum upplýst að stjörnur séu þrisvar sinnum fleiri en þeir hafi áður talið. Annar hópur vísindamanna hafi uppgötvað að örverur geti lifað á arseniki og þar með aukið skilning fólks á því að líf kunni að þrífast við ólífvænlegustu aðstæður. Og svo var það fyrr á þessu ári að stjörnufræðingar upplýstu í fyrsta sinn um fund plánetu sem gæti fóstrað líf líkt og jörðin. „Vísbendingarnar hrannast upp," segir Carl Pilcher, forstjóri Geimlífeðlisfræðistofnunar Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA Astrobiology Institute) sem rannsakar uppruna, þróun og möguleika lífs í alheiminum. „Ég held að hver sem horfir á þessar niðurstöður hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að líf sé víðar að finna í geimnum."Líkast til er þó rétt að slá þann varnagla að vegna þess hve nýjar þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra eru tekst fræðiheimurinn ennþá á um það hversu miklar ályktanir megi af þeim draga. Þá vara vísindamenn við of miklum væntingum vegna þess að leitin að lífi á öðrum hnöttum eigi sér stað á frumstigi, líklegra sé að uppgötvanir framtíðar snúist um slím, fremur en að E.T. komi í ljós. Síðan verði af áhuga fylgst með þróun slímsins. Vísindamenn hafa búið sér til jöfnu til að reikna út líkindin á því að þróað líf sé að finna á annarri plánetu. Stórir þættir jöfnunnar byggja hins vegar á ágiskunum sem ekki eru beint á sviði geimvísindanna. Þar á meðal er hverjar líkurnar séu á því að vitsmunalíf hafi náð að þróast og hver sé líftími menningar. En sé málið einfaldað og kröfur um vitsmuni og menningu fjarlægðar úr jöfnunni byggja útreikningarnir á tveimur meginþáttum: Hversu víða er að finna staði úti í geiminum þar sem líf getur þrifist? Og hversu miklum vandkvæðum er það bundið fyrir líf að kvikna? Uppgötvanir síðustu viku hafa bæði aukið mögulega kviknunarstaði lífs og útvíkkað skilgreiningu vísindamanna á lífi. Líf í geimnum er því sagt líklegra en nokkru sinni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira