Justin Thomas vann í fyrsta sinn í Malasíu - Dubuisson bestur í Tyrklandi 1. nóvember 2015 19:15 Hinn ungi Justin Thomas getur verið ánægður með frammistöðuna um helgina. Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni. Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari. Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna. Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda. Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé. Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti. Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni. Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari. Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna. Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda. Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé. Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti. Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira