„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 20:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða. Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða.
Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00