Sparðatíningur Sigurður Grétar Guðmundsson skrifar 16. október 2012 06:00 Þó mig vantaði nokkra mánuði til að fylla fyrsta áratuginn í mínu lífi 17. júní 1944 man ég gjörla eftir þeim degi og stemningunni sem ríkti þetta vor þegar þjóðaratkvæðageiðslan um sambandsslitin fór fram. Tilefnið til að ég skrifa þetta greinarkorn er að svara ýmsum sem fara mikinn með allskonar sparðatíningi til að gera það sem þeir geta til að skaða það merka ráðgefandi þjóðaratkvæði sem verður nk. laugardag. En aftur að 17. júní 1944 og vorinu þá. Margir úrtölumenn svo sem Árni Þormóðsson í grein í Morgunblaðinu og Ágúst Árnason í Kastljósi telja báðir að gamla stjórnarskráin 1944 sé svo ljómandi plagg að maður gæti ætlað að þessir tveir áður nefndir heiðursmenn og margir fleiri álíti að þar þurfi engu að breyta, þeir og fleiri benda iðulega á að þessi stjórnarskrá hafi enda verið samþykkt nær einróma af þjóðinni 1944 og það sýni best hversu ágætt þetta plagg er. Hér vil ég gera nokkra athugasemd. Þessa vormánuði voru margir á faraldsfæti í sveitum og bæjum og hvarvetna var þjóðaratkvæðagreiðslan efst á baugi í umræðum manna. Stóra málið var að við vorum endanlega að slíta okkur frá Dönum og kveðja danska kónginn enda höfðum við þá um aldir lifað við þá söguskoðun að Danir hefðu mergsogið íslensku þjóðina og sýnt henni aftur og aftur ranglæti og kúgun. Ég var þá farinn að læra Íslandssögu Jónasar frá Hriflu í barnaskólanum í Þykkvabæ sem svo sannarlega innrætti þetta viðhorf. Það stóð ekki á því að þótt ungur væri sogaði ég í mig þessa innrætingu. En í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í maí 1944 man ég ekki eftir því að nokkur maður minntist á stjórnarskrána og atkvæðagreiðsluna um hana. Það var lýðveldisstofnunin og endanlegu slitin við Dani sem á hverjum manni brann. Ég tel enda fullvíst að þorri manna hafi ekki haft hugmynd um hvað stóð í þessu plaggi sem nefndist stjórnarskrá en að sjálfsögðu sögðu flestir já við upptöku hennar, fannst það vera liður í þessu dýrðlega ferli; að losna endanlega við gömlu herraþjóðina og danska kónginn. Þess vegna er það meira en lítið vafasamt að segja að Íslendingar hafi fagnandi tekið hinni nýju stjórnarskrá 1944. Ég leyfi mér að halda fram að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi ekki haft hugmynd um hvað í plagginu stóð, ég held að margir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað stjórnarskrá var. Það er furðulegt hvað það kemur fram í máli margra sem ræða um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 eins og við séum að ganga að kjörborði til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Því fer víðs fjarri. Þessi atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir þann sem mun að lokum leggja fram tillögu að nýrri stjórnarskrá sem er Alþingi, stjórnarskrá sem síðan yrði lögð fyrir þjóðina til afgreiðslu. Þessi atkvæðagreiðsla er mikilvægur hlekkur í einstöku lýðræðisferli sem á vart sinn líka í heiminum öllum. Þúsund manna slembiúrtak hélt þjóðfund í Laugardalshöll og frá þeim fundi kom boðskapur, margskonar boðskapur sem með nokkrum rétti má kalla sprottinn upp sem vilji þjóðarinnar. Í framhaldi af því voru 25 einstaklingar kjörnir á stjórnlagaþing en Hæstiréttur reyndi að eyðileggja það ferli með sínum fráleita úrskurði að þær kosningar væru ógildar, munum það að þetta var ekki dómur Hæstaréttar heldur var hann að úrskurða sem eftirlitsaðili. En sem betur fer veitti Alþingi hinum kjörnu fulltrúum umboð til að starfa sem stjórnlagaráð og það sendi frá sér einróma tillögu að nýrri stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er fram undan er ráðgefandi og því fleiri sem taka þátt þeim mun betur ætti þjóðarviljinn að koma fram. Ég tel að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaráð samþykkti sé einmitt ágætur umræðugrundvöllur fyrir Alþingi til að vinna úr og þess vegna mun ég vissulega segja já við fyrstu spurningunni; „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri sjórnarskrá?“ Ég skora því á sem flesta að taka þátt í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa einungis eftir sinni eigin sannfæringu, en láta ekki úrtölumenn og flokka segja sér fyrir verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Þó mig vantaði nokkra mánuði til að fylla fyrsta áratuginn í mínu lífi 17. júní 1944 man ég gjörla eftir þeim degi og stemningunni sem ríkti þetta vor þegar þjóðaratkvæðageiðslan um sambandsslitin fór fram. Tilefnið til að ég skrifa þetta greinarkorn er að svara ýmsum sem fara mikinn með allskonar sparðatíningi til að gera það sem þeir geta til að skaða það merka ráðgefandi þjóðaratkvæði sem verður nk. laugardag. En aftur að 17. júní 1944 og vorinu þá. Margir úrtölumenn svo sem Árni Þormóðsson í grein í Morgunblaðinu og Ágúst Árnason í Kastljósi telja báðir að gamla stjórnarskráin 1944 sé svo ljómandi plagg að maður gæti ætlað að þessir tveir áður nefndir heiðursmenn og margir fleiri álíti að þar þurfi engu að breyta, þeir og fleiri benda iðulega á að þessi stjórnarskrá hafi enda verið samþykkt nær einróma af þjóðinni 1944 og það sýni best hversu ágætt þetta plagg er. Hér vil ég gera nokkra athugasemd. Þessa vormánuði voru margir á faraldsfæti í sveitum og bæjum og hvarvetna var þjóðaratkvæðagreiðslan efst á baugi í umræðum manna. Stóra málið var að við vorum endanlega að slíta okkur frá Dönum og kveðja danska kónginn enda höfðum við þá um aldir lifað við þá söguskoðun að Danir hefðu mergsogið íslensku þjóðina og sýnt henni aftur og aftur ranglæti og kúgun. Ég var þá farinn að læra Íslandssögu Jónasar frá Hriflu í barnaskólanum í Þykkvabæ sem svo sannarlega innrætti þetta viðhorf. Það stóð ekki á því að þótt ungur væri sogaði ég í mig þessa innrætingu. En í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í maí 1944 man ég ekki eftir því að nokkur maður minntist á stjórnarskrána og atkvæðagreiðsluna um hana. Það var lýðveldisstofnunin og endanlegu slitin við Dani sem á hverjum manni brann. Ég tel enda fullvíst að þorri manna hafi ekki haft hugmynd um hvað stóð í þessu plaggi sem nefndist stjórnarskrá en að sjálfsögðu sögðu flestir já við upptöku hennar, fannst það vera liður í þessu dýrðlega ferli; að losna endanlega við gömlu herraþjóðina og danska kónginn. Þess vegna er það meira en lítið vafasamt að segja að Íslendingar hafi fagnandi tekið hinni nýju stjórnarskrá 1944. Ég leyfi mér að halda fram að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi ekki haft hugmynd um hvað í plagginu stóð, ég held að margir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað stjórnarskrá var. Það er furðulegt hvað það kemur fram í máli margra sem ræða um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 eins og við séum að ganga að kjörborði til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Því fer víðs fjarri. Þessi atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir þann sem mun að lokum leggja fram tillögu að nýrri stjórnarskrá sem er Alþingi, stjórnarskrá sem síðan yrði lögð fyrir þjóðina til afgreiðslu. Þessi atkvæðagreiðsla er mikilvægur hlekkur í einstöku lýðræðisferli sem á vart sinn líka í heiminum öllum. Þúsund manna slembiúrtak hélt þjóðfund í Laugardalshöll og frá þeim fundi kom boðskapur, margskonar boðskapur sem með nokkrum rétti má kalla sprottinn upp sem vilji þjóðarinnar. Í framhaldi af því voru 25 einstaklingar kjörnir á stjórnlagaþing en Hæstiréttur reyndi að eyðileggja það ferli með sínum fráleita úrskurði að þær kosningar væru ógildar, munum það að þetta var ekki dómur Hæstaréttar heldur var hann að úrskurða sem eftirlitsaðili. En sem betur fer veitti Alþingi hinum kjörnu fulltrúum umboð til að starfa sem stjórnlagaráð og það sendi frá sér einróma tillögu að nýrri stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er fram undan er ráðgefandi og því fleiri sem taka þátt þeim mun betur ætti þjóðarviljinn að koma fram. Ég tel að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaráð samþykkti sé einmitt ágætur umræðugrundvöllur fyrir Alþingi til að vinna úr og þess vegna mun ég vissulega segja já við fyrstu spurningunni; „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri sjórnarskrá?“ Ég skora því á sem flesta að taka þátt í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa einungis eftir sinni eigin sannfæringu, en láta ekki úrtölumenn og flokka segja sér fyrir verkum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun