Körfubolti

Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benedikt Guðmundsson.
Benedikt Guðmundsson. vísir/skjáskot

Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla.

Benedikt sagði að þessir leikmenn séu allir mjög frambærilegir leikmenn en eiga að vera í stærra hlutverk hjá öðrum liðum á næstu leiktíð. Á listanum ermeðal annars fyrrum læirisveinn Benedikts.

Ragnar Nathanaelsson hjá Val, Jamal Palmer hjá Þór, Callum Lawson hjá Keflavík og Andrés og Veigar Hlynssynir sem fóru frá KR til Keflavíkur en fengu ekki þær mínútur sem þeir óskuðu eftir.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld -

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×