Heilsugæsla í vanda en ljós í myrkrinu Þórarinn Ingólfsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Þegar ég var ungur læknir á Siglufirði fyrir 35 árum með brennandi áhuga á heimilislækningum kvaddi ég mér hljóðs á kosningafundi Jóns Baldvins og Sighvats Björgvinssonar á Hótel Höfn. Það var augljóst að að Sighvatur yrði heilbrigðisráðherra enda framhandleggsbrotinn og prýddur forláta gifsumbúðum. Ég mannaði mig upp og spurði þá félaga hvort Alþýðuflokkurinn ætti einhverja framtíðarstefnu í heilbrigðismálum. Það varð fátt um svör og þeir fóstbræður slógu þessu öllu upp í grín enda var mjög gaman á fundinum. Sighvatur varð heilbrigðisráðherra og reyndi að koma á þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu en varð frá að hverfa með slíkar hugmyndir. Á þessum tíma var hver einasta staða heimilislæknis setin bæði í þéttbýli og dreifbýli og mikið hugsjónastarf unnið innan heimilislæknisfræðinnar. Í dag eru margar stöður ósetnar í þéttbýli, umsóknir fáar eða engar og og heilu landshlutarnir án fastra lækna.Vandinn falinn Árið fyrir hrun höfðu heilsugæslustöðvarnar verið skyldaðar til að skrá fólk „á heilsugæslustöð“ án heimilislæknis þó listar allra lækna þar væru yfirfullir og læknarnir hefðu enga möguleika á að sinna þessu sem skyldi. Þannig var vandinn falinn án þess að koma með raunhæfar aðgerðir til að bregðast við heimilislæknaskorti. Atburðarásin um og eftir efnahagshrunið var svo grafalvarleg. Heilbrigðisyfirvöld voru í skjóli niðurskurðar á góðri leið með að ganga af heimilislækningum dauðum. Á vormánuðum 2010 var sagt upp samningi við 12 sjálfstætt starfandi heimililækna sem sinntu tugþúsundum skjólstæðinga. Boðuð var á sama tíma starfræksla svokallaðrar „forvaktar“ í samstarfi Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tilkynnt var einnig að samningur yrðu ekki endurnýjaður við Læknavaktina sem veitir skjóta þjónustu sérfræðinga í heimilislækningum utan dagvinnutíma öllum sem þangað leita. Boðuð var sameining og stækkun stöðva innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Stækkun og samræming átti að koma í stað fjölbreytni og dreifstýringar. Ekkert var litið til reynslu nágrannaþjóða eða til annarra rekstrarforma sem hafa þó reynst vel og komið vel út úr þjónustukönnunum (Lágmúlastöðin, Salastöðin, sjálfstætt starfandi heimilislæknar). Boðuð var samræming sem virtist þjóna hagsmunum stjórnsýslu stórfyrirtækisins en ekki þörfum sjúklinganna. Fagfélag heimilislækna var í 4 ár tilneytt að verjast vondum hugmyndum frekar en að nýta fagþekkingu sína til að móta breytingar til framtíðar.Ábyrgðarhluti Heilsugæslan skiptist í tvo meginþætti. Læknasvið og hjúkrunarsvið. Þessi tvö svið skarast vissulega. Hefðbundin hjúkrun er í góðum farvegi, mönnun er viðunandi og aðgengi gott. Öðru máli gegnir um heimilislæknamóttökuna. Langflestir vilja hafa greiðan aðgang að heimilislækni. Lækni sem er hæfur og vel menntaður og þekkir til þeirra og þeir geta treyst fyrir sínum heilsufarsmálum, annaðhvort leyst úr þeim eða komið þeim í réttan farveg. Lækni sem er til staðar þegar þörf krefur. Heimilislæknamóttakan er einfaldlega þjónusta sem fólk vill hafa í lagi. Það er þess vegna ábyrgðarhluti þegar stjórnmálamenn vilja setja upp hindranir á þessa þjónustu. Annars staðar á Norðurlöndunum þar sem velferð er hvað þróuðust í heiminum forðast heilbrigðisyfirvöld miðstýringu í heimilislækningum. Byggt er á litlum einingum og gerðir þjónustusamningar við læknana. Best hefur reynst að láta heimilislæknana sjálfa bera ábyrgð á umsjá sinna skjólstæðinga enda hafi þeir mesta þekkingu á aðstæðum og þörfum þeirra. Ferskir vindar blása nú meðal lækna á Íslandi og er góð samstaða meðal lækna um heilbrigðiskerfið til framtíðar. Læknar eru sammála um að gott heilbrigðiskerfi verði ekki byggt upp á brotinni grunnþjónustu. Áhugi yngri lækna á heimilislækningum fer vaxandi og læknadeild vill gera heimilislækningum hærra undir höfði. Heilbrigðisráðherra boðar nú áherslur í heilsugæslunni sem allir geta sameinast um. Að bjóða íbúum landsins val á heimilislækni og að auka nýliðun heimilislækna með því að bjóða þeim val um starfsaðstöðu. Það er ljós í myrkrinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur læknir á Siglufirði fyrir 35 árum með brennandi áhuga á heimilislækningum kvaddi ég mér hljóðs á kosningafundi Jóns Baldvins og Sighvats Björgvinssonar á Hótel Höfn. Það var augljóst að að Sighvatur yrði heilbrigðisráðherra enda framhandleggsbrotinn og prýddur forláta gifsumbúðum. Ég mannaði mig upp og spurði þá félaga hvort Alþýðuflokkurinn ætti einhverja framtíðarstefnu í heilbrigðismálum. Það varð fátt um svör og þeir fóstbræður slógu þessu öllu upp í grín enda var mjög gaman á fundinum. Sighvatur varð heilbrigðisráðherra og reyndi að koma á þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu en varð frá að hverfa með slíkar hugmyndir. Á þessum tíma var hver einasta staða heimilislæknis setin bæði í þéttbýli og dreifbýli og mikið hugsjónastarf unnið innan heimilislæknisfræðinnar. Í dag eru margar stöður ósetnar í þéttbýli, umsóknir fáar eða engar og og heilu landshlutarnir án fastra lækna.Vandinn falinn Árið fyrir hrun höfðu heilsugæslustöðvarnar verið skyldaðar til að skrá fólk „á heilsugæslustöð“ án heimilislæknis þó listar allra lækna þar væru yfirfullir og læknarnir hefðu enga möguleika á að sinna þessu sem skyldi. Þannig var vandinn falinn án þess að koma með raunhæfar aðgerðir til að bregðast við heimilislæknaskorti. Atburðarásin um og eftir efnahagshrunið var svo grafalvarleg. Heilbrigðisyfirvöld voru í skjóli niðurskurðar á góðri leið með að ganga af heimilislækningum dauðum. Á vormánuðum 2010 var sagt upp samningi við 12 sjálfstætt starfandi heimililækna sem sinntu tugþúsundum skjólstæðinga. Boðuð var á sama tíma starfræksla svokallaðrar „forvaktar“ í samstarfi Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tilkynnt var einnig að samningur yrðu ekki endurnýjaður við Læknavaktina sem veitir skjóta þjónustu sérfræðinga í heimilislækningum utan dagvinnutíma öllum sem þangað leita. Boðuð var sameining og stækkun stöðva innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Stækkun og samræming átti að koma í stað fjölbreytni og dreifstýringar. Ekkert var litið til reynslu nágrannaþjóða eða til annarra rekstrarforma sem hafa þó reynst vel og komið vel út úr þjónustukönnunum (Lágmúlastöðin, Salastöðin, sjálfstætt starfandi heimilislæknar). Boðuð var samræming sem virtist þjóna hagsmunum stjórnsýslu stórfyrirtækisins en ekki þörfum sjúklinganna. Fagfélag heimilislækna var í 4 ár tilneytt að verjast vondum hugmyndum frekar en að nýta fagþekkingu sína til að móta breytingar til framtíðar.Ábyrgðarhluti Heilsugæslan skiptist í tvo meginþætti. Læknasvið og hjúkrunarsvið. Þessi tvö svið skarast vissulega. Hefðbundin hjúkrun er í góðum farvegi, mönnun er viðunandi og aðgengi gott. Öðru máli gegnir um heimilislæknamóttökuna. Langflestir vilja hafa greiðan aðgang að heimilislækni. Lækni sem er hæfur og vel menntaður og þekkir til þeirra og þeir geta treyst fyrir sínum heilsufarsmálum, annaðhvort leyst úr þeim eða komið þeim í réttan farveg. Lækni sem er til staðar þegar þörf krefur. Heimilislæknamóttakan er einfaldlega þjónusta sem fólk vill hafa í lagi. Það er þess vegna ábyrgðarhluti þegar stjórnmálamenn vilja setja upp hindranir á þessa þjónustu. Annars staðar á Norðurlöndunum þar sem velferð er hvað þróuðust í heiminum forðast heilbrigðisyfirvöld miðstýringu í heimilislækningum. Byggt er á litlum einingum og gerðir þjónustusamningar við læknana. Best hefur reynst að láta heimilislæknana sjálfa bera ábyrgð á umsjá sinna skjólstæðinga enda hafi þeir mesta þekkingu á aðstæðum og þörfum þeirra. Ferskir vindar blása nú meðal lækna á Íslandi og er góð samstaða meðal lækna um heilbrigðiskerfið til framtíðar. Læknar eru sammála um að gott heilbrigðiskerfi verði ekki byggt upp á brotinni grunnþjónustu. Áhugi yngri lækna á heimilislækningum fer vaxandi og læknadeild vill gera heimilislækningum hærra undir höfði. Heilbrigðisráðherra boðar nú áherslur í heilsugæslunni sem allir geta sameinast um. Að bjóða íbúum landsins val á heimilislækni og að auka nýliðun heimilislækna með því að bjóða þeim val um starfsaðstöðu. Það er ljós í myrkrinu!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar