GM borgar 4 milljarða í sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 16:15 Höfuðstöðvar General Motors. Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent