Sport

Benitez biðlar til Gerrard og Owen

Nýráðinn framkvæmdastjóri Liverpool, Rafael Benitez, er kominn til Portúgals til að ræða við Steven Gerrard og Michael Owen og fá þá til að vera um kyrrt í bítlaborginni. Hann er vel meðvitaður um áhuga Chelsea á Gerrard en Lundúnaliðið er sagt reiðubúið að greiða 31 milljón punda fyrir kappann. "Eins og staðan er núna hefur ekkert gerst," sagði Benitez og bætti við: "Við erum að bíða eftir viðbrögðum en bæði Steven Gerrard og Michael Owen eru ennþá leikmenn Liverpool. Vonandi verða þeir það áfram því báðir eru mikilvægir hlekkir í þeirri framtíðaruppbyggingu sem ég sé fyrir mér á Anfield og þeim skilaboðum mun ég koma skýrt á framfæri við þá."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×