Gibson valdamesta stjarna heims 21. júní 2004 00:01 Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur verið valinn valdamesta stjarna heimsins af bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Í valinu er farið eftir launum stjarnanna árið 2003, hversu oft þær komu fram í sjónvarpi, hversu mikið var fjallað um þær í dagblöðum og hversu oft var leitað að nöfnum þeirra á Netinu. Gibson, sem grætt hefur á tá og fingri á mynd sinni The Passion of the Christ, þénaði 210 milljónir dollara á síðasta ári, eða um 15 milljarða króna. Hinn 48 ára Gibson skaut þar með vininum fyrrverandi og sigurvegaranum frá því í fyrra, Jennifer Aniston, ref fyrir rass því hún endaði "aðeins" í sautjánda sæti. "Listinn breytist gífurlega mikið á milli ára," sagði Steve Forbes, ritstjóri tímaritsins. "Mel Gibson var ekki einu sinni á honum á síðasta ári. En The Passion of Christ hefur rakað inn peningum og mun örugglega setja nýtt met þegar allar aðsóknartölur verða komnar í hús. Gibson fékk líka mjög mikla umfjöllun, suma þar sem deilt var hart á hann, vegna þessarar myndar." Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa gengið brösulega á golfvellinum þénaði hann 80 milljónir dollara á árinu, sem gera um 5,7 milljarða króna. Þar af þénaði hann 70 milljón dollara af auglýsingum einum saman, eða um 5 milljarða. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst í þriðja sæti listans. Hún þénaði jafn mikið og Gibson en beið lægri hlut þegar önnur atriði voru tekin með í reikninginn. Winfrey, sem varð fimmtug fyrr á þessu ári, er einnig efsta konan á listanum. Sú næsta á eftir, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er í sjötta sæti á eftir hjartaknúsaranum Tom Cruise og rokkhundunum í The Rolling Stones. Hún var í fimmtánda sæti árið á undan og hefur því rokið upp listann. Rowling, sem hefur selt meira en 250 milljónir eintaka af Harry Potter-bókunum fimm, þénaði 147 milljónir dollara, eða rúma tíu milljarða króna. Nokkra athygli vekur að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er í sjöunda sæti listans þrátt fyrir að vera hættur í boltanum. Kappinn þénaði 35 milljónir dollara á árinu, eða um 2,5 milljarða króna. Þar af fékk hann um 1,8 milljarða fyrir að auglýsa íþróttavörur frá Nike. Á meðal fleiri stjarna á listanum, sem náði yfir 100 manns, var fótboltatöffarinn David Beckham. Hann komst í 22. sæti, sem er mikið stökk frá því í fyrra þegar hann náði aðeins 56. sæti. Steve Forbes segir að koma Beckhams til Real Madrid hafi gert hann að stærri stjörnu en áður. "Beckham fær sífellt meiri umfjöllun í Bandaríkjunum og það sýnir að fleiri íþróttastjörnur en áður eru að verða að alþjóðlegum stjörnum." Menning Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur verið valinn valdamesta stjarna heimsins af bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Í valinu er farið eftir launum stjarnanna árið 2003, hversu oft þær komu fram í sjónvarpi, hversu mikið var fjallað um þær í dagblöðum og hversu oft var leitað að nöfnum þeirra á Netinu. Gibson, sem grætt hefur á tá og fingri á mynd sinni The Passion of the Christ, þénaði 210 milljónir dollara á síðasta ári, eða um 15 milljarða króna. Hinn 48 ára Gibson skaut þar með vininum fyrrverandi og sigurvegaranum frá því í fyrra, Jennifer Aniston, ref fyrir rass því hún endaði "aðeins" í sautjánda sæti. "Listinn breytist gífurlega mikið á milli ára," sagði Steve Forbes, ritstjóri tímaritsins. "Mel Gibson var ekki einu sinni á honum á síðasta ári. En The Passion of Christ hefur rakað inn peningum og mun örugglega setja nýtt met þegar allar aðsóknartölur verða komnar í hús. Gibson fékk líka mjög mikla umfjöllun, suma þar sem deilt var hart á hann, vegna þessarar myndar." Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa gengið brösulega á golfvellinum þénaði hann 80 milljónir dollara á árinu, sem gera um 5,7 milljarða króna. Þar af þénaði hann 70 milljón dollara af auglýsingum einum saman, eða um 5 milljarða. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst í þriðja sæti listans. Hún þénaði jafn mikið og Gibson en beið lægri hlut þegar önnur atriði voru tekin með í reikninginn. Winfrey, sem varð fimmtug fyrr á þessu ári, er einnig efsta konan á listanum. Sú næsta á eftir, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er í sjötta sæti á eftir hjartaknúsaranum Tom Cruise og rokkhundunum í The Rolling Stones. Hún var í fimmtánda sæti árið á undan og hefur því rokið upp listann. Rowling, sem hefur selt meira en 250 milljónir eintaka af Harry Potter-bókunum fimm, þénaði 147 milljónir dollara, eða rúma tíu milljarða króna. Nokkra athygli vekur að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er í sjöunda sæti listans þrátt fyrir að vera hættur í boltanum. Kappinn þénaði 35 milljónir dollara á árinu, eða um 2,5 milljarða króna. Þar af fékk hann um 1,8 milljarða fyrir að auglýsa íþróttavörur frá Nike. Á meðal fleiri stjarna á listanum, sem náði yfir 100 manns, var fótboltatöffarinn David Beckham. Hann komst í 22. sæti, sem er mikið stökk frá því í fyrra þegar hann náði aðeins 56. sæti. Steve Forbes segir að koma Beckhams til Real Madrid hafi gert hann að stærri stjörnu en áður. "Beckham fær sífellt meiri umfjöllun í Bandaríkjunum og það sýnir að fleiri íþróttastjörnur en áður eru að verða að alþjóðlegum stjörnum."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira