Gibson valdamesta stjarna heims 21. júní 2004 00:01 Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur verið valinn valdamesta stjarna heimsins af bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Í valinu er farið eftir launum stjarnanna árið 2003, hversu oft þær komu fram í sjónvarpi, hversu mikið var fjallað um þær í dagblöðum og hversu oft var leitað að nöfnum þeirra á Netinu. Gibson, sem grætt hefur á tá og fingri á mynd sinni The Passion of the Christ, þénaði 210 milljónir dollara á síðasta ári, eða um 15 milljarða króna. Hinn 48 ára Gibson skaut þar með vininum fyrrverandi og sigurvegaranum frá því í fyrra, Jennifer Aniston, ref fyrir rass því hún endaði "aðeins" í sautjánda sæti. "Listinn breytist gífurlega mikið á milli ára," sagði Steve Forbes, ritstjóri tímaritsins. "Mel Gibson var ekki einu sinni á honum á síðasta ári. En The Passion of Christ hefur rakað inn peningum og mun örugglega setja nýtt met þegar allar aðsóknartölur verða komnar í hús. Gibson fékk líka mjög mikla umfjöllun, suma þar sem deilt var hart á hann, vegna þessarar myndar." Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa gengið brösulega á golfvellinum þénaði hann 80 milljónir dollara á árinu, sem gera um 5,7 milljarða króna. Þar af þénaði hann 70 milljón dollara af auglýsingum einum saman, eða um 5 milljarða. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst í þriðja sæti listans. Hún þénaði jafn mikið og Gibson en beið lægri hlut þegar önnur atriði voru tekin með í reikninginn. Winfrey, sem varð fimmtug fyrr á þessu ári, er einnig efsta konan á listanum. Sú næsta á eftir, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er í sjötta sæti á eftir hjartaknúsaranum Tom Cruise og rokkhundunum í The Rolling Stones. Hún var í fimmtánda sæti árið á undan og hefur því rokið upp listann. Rowling, sem hefur selt meira en 250 milljónir eintaka af Harry Potter-bókunum fimm, þénaði 147 milljónir dollara, eða rúma tíu milljarða króna. Nokkra athygli vekur að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er í sjöunda sæti listans þrátt fyrir að vera hættur í boltanum. Kappinn þénaði 35 milljónir dollara á árinu, eða um 2,5 milljarða króna. Þar af fékk hann um 1,8 milljarða fyrir að auglýsa íþróttavörur frá Nike. Á meðal fleiri stjarna á listanum, sem náði yfir 100 manns, var fótboltatöffarinn David Beckham. Hann komst í 22. sæti, sem er mikið stökk frá því í fyrra þegar hann náði aðeins 56. sæti. Steve Forbes segir að koma Beckhams til Real Madrid hafi gert hann að stærri stjörnu en áður. "Beckham fær sífellt meiri umfjöllun í Bandaríkjunum og það sýnir að fleiri íþróttastjörnur en áður eru að verða að alþjóðlegum stjörnum." Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur verið valinn valdamesta stjarna heimsins af bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Í valinu er farið eftir launum stjarnanna árið 2003, hversu oft þær komu fram í sjónvarpi, hversu mikið var fjallað um þær í dagblöðum og hversu oft var leitað að nöfnum þeirra á Netinu. Gibson, sem grætt hefur á tá og fingri á mynd sinni The Passion of the Christ, þénaði 210 milljónir dollara á síðasta ári, eða um 15 milljarða króna. Hinn 48 ára Gibson skaut þar með vininum fyrrverandi og sigurvegaranum frá því í fyrra, Jennifer Aniston, ref fyrir rass því hún endaði "aðeins" í sautjánda sæti. "Listinn breytist gífurlega mikið á milli ára," sagði Steve Forbes, ritstjóri tímaritsins. "Mel Gibson var ekki einu sinni á honum á síðasta ári. En The Passion of Christ hefur rakað inn peningum og mun örugglega setja nýtt met þegar allar aðsóknartölur verða komnar í hús. Gibson fékk líka mjög mikla umfjöllun, suma þar sem deilt var hart á hann, vegna þessarar myndar." Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa gengið brösulega á golfvellinum þénaði hann 80 milljónir dollara á árinu, sem gera um 5,7 milljarða króna. Þar af þénaði hann 70 milljón dollara af auglýsingum einum saman, eða um 5 milljarða. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst í þriðja sæti listans. Hún þénaði jafn mikið og Gibson en beið lægri hlut þegar önnur atriði voru tekin með í reikninginn. Winfrey, sem varð fimmtug fyrr á þessu ári, er einnig efsta konan á listanum. Sú næsta á eftir, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er í sjötta sæti á eftir hjartaknúsaranum Tom Cruise og rokkhundunum í The Rolling Stones. Hún var í fimmtánda sæti árið á undan og hefur því rokið upp listann. Rowling, sem hefur selt meira en 250 milljónir eintaka af Harry Potter-bókunum fimm, þénaði 147 milljónir dollara, eða rúma tíu milljarða króna. Nokkra athygli vekur að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er í sjöunda sæti listans þrátt fyrir að vera hættur í boltanum. Kappinn þénaði 35 milljónir dollara á árinu, eða um 2,5 milljarða króna. Þar af fékk hann um 1,8 milljarða fyrir að auglýsa íþróttavörur frá Nike. Á meðal fleiri stjarna á listanum, sem náði yfir 100 manns, var fótboltatöffarinn David Beckham. Hann komst í 22. sæti, sem er mikið stökk frá því í fyrra þegar hann náði aðeins 56. sæti. Steve Forbes segir að koma Beckhams til Real Madrid hafi gert hann að stærri stjörnu en áður. "Beckham fær sífellt meiri umfjöllun í Bandaríkjunum og það sýnir að fleiri íþróttastjörnur en áður eru að verða að alþjóðlegum stjörnum."
Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira