Reykjavík er ljót 21. júní 2004 00:01 Höfðuborgarskipulag - Björn Brynjúlfur Björnsson Fegurðin skiptir miklu máli í daglegu lífi okkar. Bæði sú huglæga fegurð sem birtist okkur til dæmis í góðri tónlist eða hlýju handtaki og ekki síður sú hlutlæga fegurð sem birtist okkur í útliti hluta og þess umhverfis sem við búum í. Mikil umræða er stöðugt í gangi um miðborg Reykjavíkur, hnignun hennar og leiðir til að finna henni það aðdráttarafl sem miðborg höfuðborgar ætti að hafa. Inn í þessa umræðu vantar að mínu viti eitt aðalatriði málsins, sem er útlit miðborgarinnar. Hvað sjáum við þegar við erum í bænum? Hvernig lítur Reykjavík út? Er hún sérstök? Er hún falleg? Við Íslendingar eigum ekki mikla hefð í sjónlistum og hönnun. Það er kannski ástæða þess að spurningin um útlit, eða eigum við að segja andlit, miðborgarinnar hefur ekki verið ofarlega á blaði. Svo ótrúlegt sem það hljómar þá höfum við enga stefnu í því, sem kannski skiptir mestu máli fyrir miðborgina: Hvernig hún lítur út! Hvorugur borgarstjórnarflokkurinn hefur lagt fram stefnu í útliti miðborgarinnar og mestöll umræða stjórnmálamanna snýst um skipulagsmál. Auðvitað er skipulagið grundvöllur þess sem gera skal og skiptir því miklu máli - en það er ekki eini þátturinn sem stjórnendur borgarinnar eiga að vinna með ef þeir ætla sér að gera miðborgina eftirsóknarverða fyrir fólk og fyrirtæki. Öll þekkjum við þann mun sem er á borgum heims eftir útliti og hönnun húsa í miðborgum. Allar þessar miðborgir hafa líku hlutverki að gegna og bjóða áþekka þjónustu. En það er hið fagurfræðilega útlit þeirra sem ræður mestu um upplifun okkar. Þannig eru flestir sammála um að París og Prag séu fallegar borgir og þessi fegurð er sá segull sem dregur fólk að sér. Þetta aðdráttarafl útlits verkar ekkert síður á heimamenn en ferðamenn. Það er fegurð og sjarmi Laugavegarins sem veldur því að við viljum versla þar en ekki eingöngu í verslunarmiðstöðvunum þar sem kannski er einfaldara og auðveldara að reka erindi sín. Stefnuleysi okkar í sjónrænu útliti miðborgarinnar hefur gert það að verkum að í stað þess að hún verði með hverju ári stöðugt meira sjarmerandi og fallegri staður, sígur stöðugt á ógæfuhliðina í útliti miðborgarinnar og aðdráttarafl hennar dvínar. Hér skulu nefnd tvö dæmi: Við Lækjargötu vestanverða hafa verið byggð nokkur ný hús á undanförnum árum. Tvö þeirra; Top Shop húsið og húsið við hliðina á því þar sem Jómfrúin er til húsa. Það er eins og þessi tvö hús hafi dottið af himnum ofan. Þau eru ekki í neinu innbyrðis samræmi og hvorugt þeirra er í nokkru samræmi við upprunalega götumynd Lækjargötu. Þá götumynd tókst að vernda hinu megin götunnar þegar Torfunni var bjargað frá þeim örlögum sem þarna blasa við. Hvorugt þessara húsa á heldur þegnrétt í hjarta Reykjavíkur sökum eigin ágætis, hvorugt þeirra hefur nokkuð fram að færa í byggingarlistarlegu tilliti. Götumynd Lækjargötu að vestan er því orðin æði illa farin og ekki bætir úr skák húsið sem stendur beint á móti Stjórnarráðinu við norðanvert Lækjartorg. Lækjartorg getur vel talist miðpunktur Reykjavíkur og þessi lóð má vel teljast besta byggingarlóð á Íslandi. Engu að síður er þar byggt hús sem líklega er í hópi ljótustu húsa á landinu. Dökkt og klunnaleg. En það stendur á fallegasta stað í miðborginni - og mun gera það í marga mannsaldra ef ekkert verður að gert. Hitt dæmið sem mig langar að nefna er Aðalstræti. Þegar Morgunblaðshöllin var byggð lokaðist á það útsýni sem verið hafði öldum saman úr Austurstræti og Bankastræti á hin mörgu og mismunandi þök húsa í Grjótaþorpi og upp Landakotshæð. Í staðinn myndaði Morgunblaðshöllin vegg sem lokaði þessari tengingu. Nú hafa tvö hús verið byggð utan í Morgunblaðshöllinni til beggja handa. Hvorugt þessara húsa er í nokkru útlitslegu samræmi við umhverfi sitt og þau stinga mjög í stúf við götumynd Aðalstrætis og Ingólfstorgs. En í Aðalstræti er líka verið að byggja í öðrum anda. Þar eru tvö ný hús þar sem reynt hefur verið að varðveita sál og sjarma gamla miðbæjarins. Það er gula húsið sem nú hýsir austurlenskan matstað og svo Duushus sem er þar sem Höfuðborgarstofa er til húsa og sem tengist Geysishúsinu á Vesturgötu. Minjavernd hefur haft veg og vanda af þessari smekklegu endurgerð eins og flestum þeim verkum sem unnin hafa verið í þessum anda í miðborginni. En það er ekki nauðsynlegt að byggja eingöngu lágreist timburhús til að halda í sjarma miðbæjarins. Á horni Aðalstrætis og Túngötu er verið að byggja nýtísku hótel sem er steinsteypt og nýtískulegt í alla staði en útlit þess á engu að síður að ríma við húsin í Grjótaþorpinu.Vegna þess að við höfum ekki haft neina stefnu í útliti miðborgarinnar höfum við byggt (blindandi) fjöldann allan af húsum sem eitra með útliti sínu hjarta Reykjavíkur. Og það sem verra er, við erum ekki hætt. Nú stendur fyrir dyrum að endurnýja stóran hluta Laugavegarins. Hvernig sér borgin fyrir sér að Laugavegurinn líti út eftir þá endurnýjun? Verður haldið í bárujárnsstílinn í bland við nýjan og spennandi arkitektúr? Svarið er því miður það að borgin hefur enga sýn í þessum efnum. Hver og einn mun byggja sitt án nokkurs útlitslegs tillits til annarra húsa eða þeirrar heildarmyndar sem út úr þessu kemur. Niðurstaðan er "happening" þar sem eins víst er að Laugavegurinn verði sundurlaust samansafn misljótra bygginga og hið eiginlega aðdráttarafl hans verður að engu orðið. Ástæða þess að umhverfisslys af þessu tagi er yfirvofandi er sú að við höfum ekki stefnu í því hvernig við viljum að miðborgin líti út. Við þurfum að koma okkur upp slíkri stefnu. Aðeins með því að hafa áhrif á hvernig miðborgin líti út getum við vænst þess að hún verði sá fallegi og sjarmerandi staður sem við viljum að hún verði. Sú laissez-faire stefna sem nú er rekin mun ekki færa okkur að því marki. Borgaryfirvöld þurfa að gangast fyrir stefnumótun um útlit miðborgarinnar og efna til umræðu um slíkar tillögur. Síðan þarf borgin að sjá um eftirlit og framkvæmd þessarar stefnu þannig að ekki verði byggð hús í miðbænum nema þau séu í samræmi við þá sýn sem við höfum um útlit miðborgarinnar. Það segir sig sjálft að það þarf að vera svigrúm til að byggja ýmiss konar hús í miðbænum til að mæta ýmiss konar þörfum. Til dæmis verða þau hús sem byggð eru fyrir verslunarrekstur að hafa verslunarglugga á jarðhæð þótt þau hafi að öðru leyti útlit t.d. bárujárnshúsa. Ef ég ætti að koma með tillögu að slíkri stefnu þá væri hún sú að við höldum í og vinnum með það útlit og þann sjarma sem borgin hefur sjálf borið fram til okkar með tímanum. Að nýbyggingar í miðborginni verði í stíl við þau hús sem byggð voru fyrir 1950. Hér er af ýmsu að taka. Timbur- og bárujárnshús en líka steinhús eins og Hótel Borg og Eimskipafélagshúsið. Hér er eingöngu verið að tala um útlit húsa, ekki byggingarefni eða innviði. En auk þess að byggja í anda gamla miðbæjarins mætti byggja nýtískuleg hús í miðbænum með því skilyrði að útlit þeirra og arkitektúr væri í fremstu röð. Þannig hefðum við svigrúm til að byggja hús eins og tónlistarhús, höfuðstöðvar Landsbankans, verslanamiðstöðvar og skrifstofuhús. Til þessara bygginga væru gerðar þær kröfur að útlit þeirra væru verðmætt innlegg í byggingarsögu okkar og arkitektar legðu fram tillögur að þeim í opnum samkeppnum. Með þessu móti fengi miðbærinn yfirbragð gömlu Reykjavíkur í bland við spennandi nútímalega hönnun. Margar borgir heimsins hafa fagurfræðilega stefnu í útliti miðbæja sinna en forystumenn Reykvíkinga hafa of lengi gengið blindandi að því verki að stýra uppbyggingu í Kvosinni. Ef við höfum enga sýn á það hvernig við viljum að miðborgin líti út verður hún aldrei sú fallega og lifandi miðborg við óskum okkur öll. Þá verður þess ekki langt að bíða að lesa megi andstyggilegar fyrirsagnir - eins og í þessari grein - í blöðum og tímaritum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Höfðuborgarskipulag - Björn Brynjúlfur Björnsson Fegurðin skiptir miklu máli í daglegu lífi okkar. Bæði sú huglæga fegurð sem birtist okkur til dæmis í góðri tónlist eða hlýju handtaki og ekki síður sú hlutlæga fegurð sem birtist okkur í útliti hluta og þess umhverfis sem við búum í. Mikil umræða er stöðugt í gangi um miðborg Reykjavíkur, hnignun hennar og leiðir til að finna henni það aðdráttarafl sem miðborg höfuðborgar ætti að hafa. Inn í þessa umræðu vantar að mínu viti eitt aðalatriði málsins, sem er útlit miðborgarinnar. Hvað sjáum við þegar við erum í bænum? Hvernig lítur Reykjavík út? Er hún sérstök? Er hún falleg? Við Íslendingar eigum ekki mikla hefð í sjónlistum og hönnun. Það er kannski ástæða þess að spurningin um útlit, eða eigum við að segja andlit, miðborgarinnar hefur ekki verið ofarlega á blaði. Svo ótrúlegt sem það hljómar þá höfum við enga stefnu í því, sem kannski skiptir mestu máli fyrir miðborgina: Hvernig hún lítur út! Hvorugur borgarstjórnarflokkurinn hefur lagt fram stefnu í útliti miðborgarinnar og mestöll umræða stjórnmálamanna snýst um skipulagsmál. Auðvitað er skipulagið grundvöllur þess sem gera skal og skiptir því miklu máli - en það er ekki eini þátturinn sem stjórnendur borgarinnar eiga að vinna með ef þeir ætla sér að gera miðborgina eftirsóknarverða fyrir fólk og fyrirtæki. Öll þekkjum við þann mun sem er á borgum heims eftir útliti og hönnun húsa í miðborgum. Allar þessar miðborgir hafa líku hlutverki að gegna og bjóða áþekka þjónustu. En það er hið fagurfræðilega útlit þeirra sem ræður mestu um upplifun okkar. Þannig eru flestir sammála um að París og Prag séu fallegar borgir og þessi fegurð er sá segull sem dregur fólk að sér. Þetta aðdráttarafl útlits verkar ekkert síður á heimamenn en ferðamenn. Það er fegurð og sjarmi Laugavegarins sem veldur því að við viljum versla þar en ekki eingöngu í verslunarmiðstöðvunum þar sem kannski er einfaldara og auðveldara að reka erindi sín. Stefnuleysi okkar í sjónrænu útliti miðborgarinnar hefur gert það að verkum að í stað þess að hún verði með hverju ári stöðugt meira sjarmerandi og fallegri staður, sígur stöðugt á ógæfuhliðina í útliti miðborgarinnar og aðdráttarafl hennar dvínar. Hér skulu nefnd tvö dæmi: Við Lækjargötu vestanverða hafa verið byggð nokkur ný hús á undanförnum árum. Tvö þeirra; Top Shop húsið og húsið við hliðina á því þar sem Jómfrúin er til húsa. Það er eins og þessi tvö hús hafi dottið af himnum ofan. Þau eru ekki í neinu innbyrðis samræmi og hvorugt þeirra er í nokkru samræmi við upprunalega götumynd Lækjargötu. Þá götumynd tókst að vernda hinu megin götunnar þegar Torfunni var bjargað frá þeim örlögum sem þarna blasa við. Hvorugt þessara húsa á heldur þegnrétt í hjarta Reykjavíkur sökum eigin ágætis, hvorugt þeirra hefur nokkuð fram að færa í byggingarlistarlegu tilliti. Götumynd Lækjargötu að vestan er því orðin æði illa farin og ekki bætir úr skák húsið sem stendur beint á móti Stjórnarráðinu við norðanvert Lækjartorg. Lækjartorg getur vel talist miðpunktur Reykjavíkur og þessi lóð má vel teljast besta byggingarlóð á Íslandi. Engu að síður er þar byggt hús sem líklega er í hópi ljótustu húsa á landinu. Dökkt og klunnaleg. En það stendur á fallegasta stað í miðborginni - og mun gera það í marga mannsaldra ef ekkert verður að gert. Hitt dæmið sem mig langar að nefna er Aðalstræti. Þegar Morgunblaðshöllin var byggð lokaðist á það útsýni sem verið hafði öldum saman úr Austurstræti og Bankastræti á hin mörgu og mismunandi þök húsa í Grjótaþorpi og upp Landakotshæð. Í staðinn myndaði Morgunblaðshöllin vegg sem lokaði þessari tengingu. Nú hafa tvö hús verið byggð utan í Morgunblaðshöllinni til beggja handa. Hvorugt þessara húsa er í nokkru útlitslegu samræmi við umhverfi sitt og þau stinga mjög í stúf við götumynd Aðalstrætis og Ingólfstorgs. En í Aðalstræti er líka verið að byggja í öðrum anda. Þar eru tvö ný hús þar sem reynt hefur verið að varðveita sál og sjarma gamla miðbæjarins. Það er gula húsið sem nú hýsir austurlenskan matstað og svo Duushus sem er þar sem Höfuðborgarstofa er til húsa og sem tengist Geysishúsinu á Vesturgötu. Minjavernd hefur haft veg og vanda af þessari smekklegu endurgerð eins og flestum þeim verkum sem unnin hafa verið í þessum anda í miðborginni. En það er ekki nauðsynlegt að byggja eingöngu lágreist timburhús til að halda í sjarma miðbæjarins. Á horni Aðalstrætis og Túngötu er verið að byggja nýtísku hótel sem er steinsteypt og nýtískulegt í alla staði en útlit þess á engu að síður að ríma við húsin í Grjótaþorpinu.Vegna þess að við höfum ekki haft neina stefnu í útliti miðborgarinnar höfum við byggt (blindandi) fjöldann allan af húsum sem eitra með útliti sínu hjarta Reykjavíkur. Og það sem verra er, við erum ekki hætt. Nú stendur fyrir dyrum að endurnýja stóran hluta Laugavegarins. Hvernig sér borgin fyrir sér að Laugavegurinn líti út eftir þá endurnýjun? Verður haldið í bárujárnsstílinn í bland við nýjan og spennandi arkitektúr? Svarið er því miður það að borgin hefur enga sýn í þessum efnum. Hver og einn mun byggja sitt án nokkurs útlitslegs tillits til annarra húsa eða þeirrar heildarmyndar sem út úr þessu kemur. Niðurstaðan er "happening" þar sem eins víst er að Laugavegurinn verði sundurlaust samansafn misljótra bygginga og hið eiginlega aðdráttarafl hans verður að engu orðið. Ástæða þess að umhverfisslys af þessu tagi er yfirvofandi er sú að við höfum ekki stefnu í því hvernig við viljum að miðborgin líti út. Við þurfum að koma okkur upp slíkri stefnu. Aðeins með því að hafa áhrif á hvernig miðborgin líti út getum við vænst þess að hún verði sá fallegi og sjarmerandi staður sem við viljum að hún verði. Sú laissez-faire stefna sem nú er rekin mun ekki færa okkur að því marki. Borgaryfirvöld þurfa að gangast fyrir stefnumótun um útlit miðborgarinnar og efna til umræðu um slíkar tillögur. Síðan þarf borgin að sjá um eftirlit og framkvæmd þessarar stefnu þannig að ekki verði byggð hús í miðbænum nema þau séu í samræmi við þá sýn sem við höfum um útlit miðborgarinnar. Það segir sig sjálft að það þarf að vera svigrúm til að byggja ýmiss konar hús í miðbænum til að mæta ýmiss konar þörfum. Til dæmis verða þau hús sem byggð eru fyrir verslunarrekstur að hafa verslunarglugga á jarðhæð þótt þau hafi að öðru leyti útlit t.d. bárujárnshúsa. Ef ég ætti að koma með tillögu að slíkri stefnu þá væri hún sú að við höldum í og vinnum með það útlit og þann sjarma sem borgin hefur sjálf borið fram til okkar með tímanum. Að nýbyggingar í miðborginni verði í stíl við þau hús sem byggð voru fyrir 1950. Hér er af ýmsu að taka. Timbur- og bárujárnshús en líka steinhús eins og Hótel Borg og Eimskipafélagshúsið. Hér er eingöngu verið að tala um útlit húsa, ekki byggingarefni eða innviði. En auk þess að byggja í anda gamla miðbæjarins mætti byggja nýtískuleg hús í miðbænum með því skilyrði að útlit þeirra og arkitektúr væri í fremstu röð. Þannig hefðum við svigrúm til að byggja hús eins og tónlistarhús, höfuðstöðvar Landsbankans, verslanamiðstöðvar og skrifstofuhús. Til þessara bygginga væru gerðar þær kröfur að útlit þeirra væru verðmætt innlegg í byggingarsögu okkar og arkitektar legðu fram tillögur að þeim í opnum samkeppnum. Með þessu móti fengi miðbærinn yfirbragð gömlu Reykjavíkur í bland við spennandi nútímalega hönnun. Margar borgir heimsins hafa fagurfræðilega stefnu í útliti miðbæja sinna en forystumenn Reykvíkinga hafa of lengi gengið blindandi að því verki að stýra uppbyggingu í Kvosinni. Ef við höfum enga sýn á það hvernig við viljum að miðborgin líti út verður hún aldrei sú fallega og lifandi miðborg við óskum okkur öll. Þá verður þess ekki langt að bíða að lesa megi andstyggilegar fyrirsagnir - eins og í þessari grein - í blöðum og tímaritum um allan heim.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun