Fastan og fjármálakreppan Karl Sigurbjörnsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Hvað segir kirkjan í kreppunni? Svo er spurt. Kirkjan segir söguna af frelsaranum Kristi, hún kallar til samfunda við hann, hún heldur á lofti mynd hans og fordæmi og bendir á þá lækning, huggun og leiðsögn sem bænin í hans nafni er. Í á annað hundrað starfsstöðvum um land allt eru opin hús til þeirra samfunda, þar sem prestar, djáknar og annað starfsfólk kirkjunnar er til staðar. Þar er boðið til kyrrðar, til uppbyggingar, til samtals og sálgæslu, leiðsagnar í vanda. Þjónar kirkjunnar eru víða um land í samstarfi við opinbera aðila og frjáls félagasamtök um margvíslegar aðgerðir til liðsinnis í vanda einstaklinga og samfélags. Benda má á yfirlit á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan. is, þar sem er að finna upplýsingar um margt af því starfi sem í boði er. Á trúmálavefnum, trú.is, má líka finna prédikanir og pistla þar sem kennimenn kirkjunnar tala með skýrum hætti inn í aðstæðurnar. Eins má minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp og ómetanlegt starf og þjónustu ýmissa kirkna og trúfélaga. Og nú lifir kirkjan það tímabil trúariðkunar kirkjuársins sem er fastan. Fastan er tími þegar við erum hvött til þess að endurmeta líf okkar og forgangsröðun. Sjaldan hefur boðskapur hennar verið eins áleitinn og nú. Fjármálakreppan knýr okkur öll til endurmats, róttækara en við höfum áður þekkt. Kreppan er tækifæri, er oft sagt. Vissulega knýr kreppan okkur öll til endurmats á svo mörgum sviðum. Orðið krísa er gríska og merkir kreppa, en líka dómur, endurmat. Orðið krítik, gagnrýni, er af sömu rót runnið. Í samtali sínu við ráðherrann, Nikódemus, segir Jesús: „Þessi er dómurinn (krísis): Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond." (Jóh. 3. 19) Kreppan er dómur og endurmat. Nýju ljósi er varpað yfir og leiðir fram það sem áður duldist og sýnir hvað það er sem stenst. Hvað kemur fjármálakreppan trúnni við? Jú, fjármálakreppan er trúarkreppa, eða trausts-kreppa. Musteri Mammons sem við höfum leitast við að festa traust okkar á, efnalega farsæld og velferð, var prófað í eldi sannleikans, heiðarleika og heilinda og reyndist vera spilaborg á hálmleggjum. Þegar dagur reikningsskilanna rennur upp - og það kemur alltaf að reikningsskilum - þá blása vindar sannleikans spilaborgunum um koll, einni af annarri. Græðgin, áhættufíknin, hjarðhegðunin, falsið og blekkingarnar sem einkenndu fjármálalífið og settu mark sitt á menningu og samfélag allt, er æ meir að koma í ljós. Svo er að sjá sem siðferði heilinda og heiðarleika hafi verið tekið úr sambandi. Það flæktist fyrir frelsi, hugviti og framsækni hinna snjöllu, sem reyndist vera helvegur og feigðarflan. Margir sitja eftir í mikilli neyð af þess völdum. Mörgum verður nú ljóst að þessi brjálsemi sem við upplifðum undanfarin ár, þegar menn auðguðust ógurlega á skammri stundu, og ofurspennan á öllum sviðum, var mannskemmandi og lífseyðandi. Nú kalla margir eftir afturhvarfi til hinna gömlu dyggða. Hverjar eru þær? Fastan er tækifæri til að íhuga það og leggja mat á. Fasta er að láta eitthvað móti sér, endurmeta þarfir sínar, að beina athyglinni að því einfalda og látlausa, hófsemi og hógværð og leitast við að láta gott af sér leiða öðrum til heilla. Sparsemi og hófsemd eru kennimörk föstunnar, hjálpsemi og góðvild. Fasta þekkist í öllum trúarbrögðum um allan heim. Og samtíminn þekkir föstu í tengslum við heilsuátök til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar. Fasta hefur djúpa andlega merkingu og ómetanlegt gildi. Í kristnum sið tengist fastan umfram allt íhugun píslarsögu frelsarans, sem tók á sig synd og mein manns og heims. Afstaða hans til föstunnar kemur víða fram og er í samhljómi við áherslur spámanna Gamla testamentisins, eins og Jesaja segir: „…sú fasta sem mér líkar er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn og ef þú sérð klæðlausan mann, að þú klæðir hann og firrist ekki þann sem er hold þitt og blóð." (Jes.58.6) Sannarlega tala þessi orð skýrt til okkar á Íslandi í dag. Og fastan lyftir fram tákni krossins og upprisunnar. Guð sneri illu til góðs, ósigri og hruni til sigurs, lífs og vonar fyrir alla menn, lífið allt. Það skín ljós í myrkri kreppu og hruns. Það ljós er Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans. Orð krossins, birta upprisunnar, verk miskunnsemi, fyrirgefningar, kærleikans á vettvangi daganna. Láttu það ljós og anda leiða og lýsa þér. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað segir kirkjan í kreppunni? Svo er spurt. Kirkjan segir söguna af frelsaranum Kristi, hún kallar til samfunda við hann, hún heldur á lofti mynd hans og fordæmi og bendir á þá lækning, huggun og leiðsögn sem bænin í hans nafni er. Í á annað hundrað starfsstöðvum um land allt eru opin hús til þeirra samfunda, þar sem prestar, djáknar og annað starfsfólk kirkjunnar er til staðar. Þar er boðið til kyrrðar, til uppbyggingar, til samtals og sálgæslu, leiðsagnar í vanda. Þjónar kirkjunnar eru víða um land í samstarfi við opinbera aðila og frjáls félagasamtök um margvíslegar aðgerðir til liðsinnis í vanda einstaklinga og samfélags. Benda má á yfirlit á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan. is, þar sem er að finna upplýsingar um margt af því starfi sem í boði er. Á trúmálavefnum, trú.is, má líka finna prédikanir og pistla þar sem kennimenn kirkjunnar tala með skýrum hætti inn í aðstæðurnar. Eins má minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp og ómetanlegt starf og þjónustu ýmissa kirkna og trúfélaga. Og nú lifir kirkjan það tímabil trúariðkunar kirkjuársins sem er fastan. Fastan er tími þegar við erum hvött til þess að endurmeta líf okkar og forgangsröðun. Sjaldan hefur boðskapur hennar verið eins áleitinn og nú. Fjármálakreppan knýr okkur öll til endurmats, róttækara en við höfum áður þekkt. Kreppan er tækifæri, er oft sagt. Vissulega knýr kreppan okkur öll til endurmats á svo mörgum sviðum. Orðið krísa er gríska og merkir kreppa, en líka dómur, endurmat. Orðið krítik, gagnrýni, er af sömu rót runnið. Í samtali sínu við ráðherrann, Nikódemus, segir Jesús: „Þessi er dómurinn (krísis): Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond." (Jóh. 3. 19) Kreppan er dómur og endurmat. Nýju ljósi er varpað yfir og leiðir fram það sem áður duldist og sýnir hvað það er sem stenst. Hvað kemur fjármálakreppan trúnni við? Jú, fjármálakreppan er trúarkreppa, eða trausts-kreppa. Musteri Mammons sem við höfum leitast við að festa traust okkar á, efnalega farsæld og velferð, var prófað í eldi sannleikans, heiðarleika og heilinda og reyndist vera spilaborg á hálmleggjum. Þegar dagur reikningsskilanna rennur upp - og það kemur alltaf að reikningsskilum - þá blása vindar sannleikans spilaborgunum um koll, einni af annarri. Græðgin, áhættufíknin, hjarðhegðunin, falsið og blekkingarnar sem einkenndu fjármálalífið og settu mark sitt á menningu og samfélag allt, er æ meir að koma í ljós. Svo er að sjá sem siðferði heilinda og heiðarleika hafi verið tekið úr sambandi. Það flæktist fyrir frelsi, hugviti og framsækni hinna snjöllu, sem reyndist vera helvegur og feigðarflan. Margir sitja eftir í mikilli neyð af þess völdum. Mörgum verður nú ljóst að þessi brjálsemi sem við upplifðum undanfarin ár, þegar menn auðguðust ógurlega á skammri stundu, og ofurspennan á öllum sviðum, var mannskemmandi og lífseyðandi. Nú kalla margir eftir afturhvarfi til hinna gömlu dyggða. Hverjar eru þær? Fastan er tækifæri til að íhuga það og leggja mat á. Fasta er að láta eitthvað móti sér, endurmeta þarfir sínar, að beina athyglinni að því einfalda og látlausa, hófsemi og hógværð og leitast við að láta gott af sér leiða öðrum til heilla. Sparsemi og hófsemd eru kennimörk föstunnar, hjálpsemi og góðvild. Fasta þekkist í öllum trúarbrögðum um allan heim. Og samtíminn þekkir föstu í tengslum við heilsuátök til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar. Fasta hefur djúpa andlega merkingu og ómetanlegt gildi. Í kristnum sið tengist fastan umfram allt íhugun píslarsögu frelsarans, sem tók á sig synd og mein manns og heims. Afstaða hans til föstunnar kemur víða fram og er í samhljómi við áherslur spámanna Gamla testamentisins, eins og Jesaja segir: „…sú fasta sem mér líkar er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn og ef þú sérð klæðlausan mann, að þú klæðir hann og firrist ekki þann sem er hold þitt og blóð." (Jes.58.6) Sannarlega tala þessi orð skýrt til okkar á Íslandi í dag. Og fastan lyftir fram tákni krossins og upprisunnar. Guð sneri illu til góðs, ósigri og hruni til sigurs, lífs og vonar fyrir alla menn, lífið allt. Það skín ljós í myrkri kreppu og hruns. Það ljós er Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans. Orð krossins, birta upprisunnar, verk miskunnsemi, fyrirgefningar, kærleikans á vettvangi daganna. Láttu það ljós og anda leiða og lýsa þér. Höfundur er biskup Íslands.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun