World Class færir sig inn í Kringluna Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Nýja stöðin verður í rýminu sem oftast er kennt við fataverslunina Next. Þar var leikfangaverslunin Kids Coolshop síðast. Vísir/vilhelm Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni. Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni.
Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33