Fórnum ekki meiri áhrifum fyrir minni Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Dragi Ísland aðildarumsóknina að ESB til baka glötum við aðgengi að milliliðalausum samskiptum við löggjafarvald Evrópusambandsins sem nýst gætu Íslandi í hagsmunagæslu gagnvart sambandinu. Nýleg greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði, staðfestir þetta. Í greinargerðinni, sem kom út í september 2014, kemur fram að með gildistöku nýs sáttmála Evrópusambandsins árið 2009 hafi aðkoma Evrópuþingsins að löggjafarvinnu verið aukin til muna. Evrópsk löggjöf mótist í flestum tilfellum í umræðum innan, og svo milli, ráðherraráðs ESB og þingsins, eftir að þessir aðilar hafa fengið tillögu að nýrri löggjöf frá framkvæmdastjórn sambandsins. Frá því völd Evrópuþingsins jukust er æ algengara að verulegar breytingar verði á löggjöfinni á lokametrunum, þ.e.a.s í viðræðum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Í greinargerðinni segir ennfremur: „Aðkoma EES/EFTA-ríkjanna að þessu ferli er engin. Því er erfitt fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að hafa áhrif á endanlega útgáfu löggjafarinnar eða hefja tímanlega undirbúning fyrir innleiðingu hennar.“ Í ljósi þessa væri glapræði að draga aðildarumsóknina að ESB til baka en staða Íslands sem umsóknarríkis veitir okkur beinan aðgang að löggjafar- og framkvæmdavaldi ESB.Í sterkari stöðu Þegar Ísland sótti um aðild að ESB var komið á fót sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópuþingsins. Í nefndinni eiga sæti níu alþingismenn og jafnmargir Evrópuþingmenn auk þess sem fulltrúar ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins sækja alla jafna fundi nefndarinnar. Með því að afturkalla umsóknina væru tækifæri Íslands til að eiga í milliliðalausum samskiptum við Evrópuþingmenn og fulltrúa ráðherraráðsins (löggjafarvaldið) og framkvæmdastjórnarinnar (framkvæmdavaldið) á vettvangi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB úr sögunni. Að vera umsóknarríki setur Ísland nefnilega í sterkari stöðu gagnvart ESB en EES-samningurinn einn og sér getur gert. Það veitir Íslandi fleiri og öflugri tækifæri til að láta sinn málstað heyrast en EES getur nokkurn tímann veitt. Það er á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna að hagnýta stöðu okkar sem umsóknarríki til að efla hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu. Það er holur hljómur í því að stefna að auknum áhrifum Íslands á löggjöf ESB en draga á sama tíma úr getu landsins til að gæta þessara hagsmuna sinna. Engum hagsmunum er fórnað með því að vera umsóknarríki. Aftur á móti fórnum við miklum hagsmunum með því að draga umsóknina til baka og missa þannig stöðu umsóknarríkis. Það er í raun ógerningur að sjá hvernig það að draga aðildarumsóknina til baka getur á nokkurn hátt orðið íslensku samfélagi til framdráttar. Við hljótum því að spyrja okkur, hvað býr að baki þeirri ákvörðun ef af henni verður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Dragi Ísland aðildarumsóknina að ESB til baka glötum við aðgengi að milliliðalausum samskiptum við löggjafarvald Evrópusambandsins sem nýst gætu Íslandi í hagsmunagæslu gagnvart sambandinu. Nýleg greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði, staðfestir þetta. Í greinargerðinni, sem kom út í september 2014, kemur fram að með gildistöku nýs sáttmála Evrópusambandsins árið 2009 hafi aðkoma Evrópuþingsins að löggjafarvinnu verið aukin til muna. Evrópsk löggjöf mótist í flestum tilfellum í umræðum innan, og svo milli, ráðherraráðs ESB og þingsins, eftir að þessir aðilar hafa fengið tillögu að nýrri löggjöf frá framkvæmdastjórn sambandsins. Frá því völd Evrópuþingsins jukust er æ algengara að verulegar breytingar verði á löggjöfinni á lokametrunum, þ.e.a.s í viðræðum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Í greinargerðinni segir ennfremur: „Aðkoma EES/EFTA-ríkjanna að þessu ferli er engin. Því er erfitt fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að hafa áhrif á endanlega útgáfu löggjafarinnar eða hefja tímanlega undirbúning fyrir innleiðingu hennar.“ Í ljósi þessa væri glapræði að draga aðildarumsóknina að ESB til baka en staða Íslands sem umsóknarríkis veitir okkur beinan aðgang að löggjafar- og framkvæmdavaldi ESB.Í sterkari stöðu Þegar Ísland sótti um aðild að ESB var komið á fót sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópuþingsins. Í nefndinni eiga sæti níu alþingismenn og jafnmargir Evrópuþingmenn auk þess sem fulltrúar ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins sækja alla jafna fundi nefndarinnar. Með því að afturkalla umsóknina væru tækifæri Íslands til að eiga í milliliðalausum samskiptum við Evrópuþingmenn og fulltrúa ráðherraráðsins (löggjafarvaldið) og framkvæmdastjórnarinnar (framkvæmdavaldið) á vettvangi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB úr sögunni. Að vera umsóknarríki setur Ísland nefnilega í sterkari stöðu gagnvart ESB en EES-samningurinn einn og sér getur gert. Það veitir Íslandi fleiri og öflugri tækifæri til að láta sinn málstað heyrast en EES getur nokkurn tímann veitt. Það er á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna að hagnýta stöðu okkar sem umsóknarríki til að efla hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu. Það er holur hljómur í því að stefna að auknum áhrifum Íslands á löggjöf ESB en draga á sama tíma úr getu landsins til að gæta þessara hagsmuna sinna. Engum hagsmunum er fórnað með því að vera umsóknarríki. Aftur á móti fórnum við miklum hagsmunum með því að draga umsóknina til baka og missa þannig stöðu umsóknarríkis. Það er í raun ógerningur að sjá hvernig það að draga aðildarumsóknina til baka getur á nokkurn hátt orðið íslensku samfélagi til framdráttar. Við hljótum því að spyrja okkur, hvað býr að baki þeirri ákvörðun ef af henni verður?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar