Rafmagnssendibíll rúllar upp Teslu og Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 11:11 Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent