Það er fátt betra en að láta þreytuna líða úr sér eftir langan dag yfir einum ísköldum bjór. Hví ekki að slá tvær flugur í einu höggi og skola af sér rykið eftir daginn í heitri sturtu á meðan bjórinn er drukkinn?
Það er einmitt það sem ástralska leikkonan Margot Robbie gerir, en í viðtali við Harper‘s Bazaar segist hún njóta þess að fá sér einn kaldan bjór í heitu baði eða sturtu eftir langan dag á tökustað. Þetta hjálpi henni að slaka á og segist hún sofa betur.
Kveðst leikkonan hafa fengið hugmyndina frá starfsmanni búningadeildar við tökur á myndinni Whiskey Tango Foxtrot, sem sagðist hlakka mikið til að komast heim að fá sér einn sturtubjór. Nú, eftir að hafa prófað, getur Robbie helst ekki án þess verið.
Sturtubjórinn á sér fjölda aðdáaenda, en meðal annars er hægt að fylgjast með umræðu um þessa leyndu nautn undir myllumerkinu #sturtubjór á Twitter.
Leikkonan Margot Robbie fær sér sturtubjór
Birta Svavarsdóttir skrifar