WM Motors safnaði 1 milljarði dollara til smíði rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 12:47 Fáir hafa heyrt um kínverska bílaframleiðandann WM Motors, en fyrirtækið hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um framleiðslu rafmagsbíla. Til þess þarf þó mikið fjármagn og það er eimitt það sem aðalforkólfur WM Motors sótti og það ekki í litlu mæli. Honum tókst að safna 1 milljarði dollara til að þróa og smíða rafmagnsbíla. Þessi kraftaverkamaður er fyrrum einn æðsti stjórnandi Geely Holding Group sem á Volvo í dag. Hann gengdi stöðu forstjóra Volvo í Kína um tíma, en hætti hjá Geely til að stofna sitt eigið bílafyrirtæki, WM Motors. Til samanburðar við þessa upphæð sem nú hefur safnast þá keypti Geely Volvo á sínum tíma fyrir 1,8 milljarða dollara. Markmið WM Motors er að koma með sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og að smíða 100.000 bíla á ári eftir 5 ár. Ekki smávaxnar áætlanir þar, en kannski á pari við Tesla. Hógværðin er heldur ekki að þjaka þennan forsvarsmann WM Motors, Freeman Shen, því WM stendur fyrir orðið “weltmeister” á þýsku, eða heimsmeistari og ekkert minna en það. Shen hefur unnið í bílaiðnaðinum í meira en 20 ár og hefur meðal annars unnið hjá Fiat og Borg Warner. Kínversk yfirvöld þrýsta nú á um tíföldun á sölu rafmagnsbíla í landinu og að þeir seljist í 3 milljónum eintaka á ári. Það gæti hjálpað WM Motors og öðrum rafmagnsbílaframleiðendum í Kína. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent
Fáir hafa heyrt um kínverska bílaframleiðandann WM Motors, en fyrirtækið hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um framleiðslu rafmagsbíla. Til þess þarf þó mikið fjármagn og það er eimitt það sem aðalforkólfur WM Motors sótti og það ekki í litlu mæli. Honum tókst að safna 1 milljarði dollara til að þróa og smíða rafmagnsbíla. Þessi kraftaverkamaður er fyrrum einn æðsti stjórnandi Geely Holding Group sem á Volvo í dag. Hann gengdi stöðu forstjóra Volvo í Kína um tíma, en hætti hjá Geely til að stofna sitt eigið bílafyrirtæki, WM Motors. Til samanburðar við þessa upphæð sem nú hefur safnast þá keypti Geely Volvo á sínum tíma fyrir 1,8 milljarða dollara. Markmið WM Motors er að koma með sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og að smíða 100.000 bíla á ári eftir 5 ár. Ekki smávaxnar áætlanir þar, en kannski á pari við Tesla. Hógværðin er heldur ekki að þjaka þennan forsvarsmann WM Motors, Freeman Shen, því WM stendur fyrir orðið “weltmeister” á þýsku, eða heimsmeistari og ekkert minna en það. Shen hefur unnið í bílaiðnaðinum í meira en 20 ár og hefur meðal annars unnið hjá Fiat og Borg Warner. Kínversk yfirvöld þrýsta nú á um tíföldun á sölu rafmagnsbíla í landinu og að þeir seljist í 3 milljónum eintaka á ári. Það gæti hjálpað WM Motors og öðrum rafmagnsbílaframleiðendum í Kína.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent