Tesla með 100 kWh rafhlöður Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 11:12 Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent
Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent