Stuðningsgrein: Árni Páll eða Guðbjartur? Kristinn Halldór Einarsson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Ég er jafnaðarmaður og hef kosið að vera félagi í Samfylkingunni. Nú þegar að formannskjör er fram undan í Samfylkingunni, einstakt meðal íslenskra stjórnmálaflokka vegna þess hversu margir eiga kosningarétt, þá er ég sáttur við þá valkosti sem í boði eru. Mér finnst gott að geta valið á milli nokkuð þekktra stærða, frekar en að velja hið óþekkta, sem margir virðast aðhyllast í dag. Báðir frambjóðendurnir, Árni Páll og Guðbjartur, finnst mér búa sameiginlega og hvor í sínu lagi yfir eiginleikum sem ég met sem góða kosti fyrir leiðtoga í stjórnmálaflokki að hafa. Þetta eru eiginleikar eins og auðmýkt, ákafi, framtíðarsýn, hugrekki, mælska, réttsýni, sanngirni, sáttavilji, stjórnunarreynsla, yfirsýn, yfirvegun, vinnusemi og þekking. Hugmyndafræðilega sé ég ekki mun á Árna Páli og Guðbjarti, báðir finnst mér þeir standa traustum fótum sem klassískir jafnaðarmenn. Vinstri og hægri skilgreiningar finnst mér í besta falli vera mjög ónákvæmar til að greina á milli þeirra. Fyrir mér er þetta því spurning um ólíkan stíl, mat á því hvar meginstyrkleikar og -veikleikar þeirra liggja og hvaða eiginleikar mér finnast skipta mestu máli í fari næsta formanns Samfylkingarinnar. Ég hef átt samskipti við bæði Árna Pál og Guðbjart á undanförnum árum í starfi mínu sem formaður Blindrafélagsins og mætt af hendi beggja velvilja, sanngirni og réttsýni. Árna Páli hef ég verið kunnugur lengi en leiðir okkar lágu fyrst saman í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Guðbjarti man ég fyrst eftir sem vinsælum skátaforingja ofan af Skaga frá því að ég var í skátunum. Þegar ég geri upp við mig hvorn frambjóðandann ég ætla að styðja til formanns í Samfylkingunni þá horfi ég til þess hvor þeirra mér finnst líklegri til að stækka Samfylkinguna og ná að laða fleiri til fylgis við jafnaðarstefnuna. Mér finnst einnig mikilvægt að horfa til klassískra leiðtogaeiginleika frekar en stjórnunareiginleika, hvoru tveggja eru að sjálfsögðu dýrmætir eiginleikar. Eins finnst mér mikilvægt að kynslóðaskipti eigi sér stað í forystu Samfylkingarinnar. Af þessum sökum hef ég ákveðið að styðja Árna Pál til formanns í Samfylkingunni. Reynsla mín af samskiptum við Árna Pál sem ráðherra vegur einnig þungt. En á þeim stutta tíma sem Árni Páll var félagsmálaráðherra þá varð ég vitni að vinnubrögðum ráðherra sem mér finnast vera til mikillar eftirbreytni. Hann kallaði saman breiðan hóp fólks til skrafs og ráðgerða um mál sem hann sem ráðherra var með til úrlausnar. Þar hlustaði hann á skoðanir og viðhorf annarra og mældi við sín eigin viðhorf og skoðanir. Þetta er samráð, þar sem kallað er eftir viðhorfum áður en málin eru orðin fullmótuð. Ég hef ekki orðið vitni að, eða verið boðið til þátttöku í, sambærilegum vinnubrögðum frá öðrum ráðherrum. Mér finnst þetta vera vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar og sýna á vissan hátt hversu traustum fótum Árni Páll stendur í klassískri jafnaðarstefnu, og hefur sem slíkur nægan kjark til að bjóða til umræðu þeim sem kunna að hafa aðrar og ólíkar skoðanir en hann sjálfur. Fyrir mér er Árni Páll einnig einn af mjög fáum stjórnmálamönnum sem eru líklegir til að geta náð okkur út úr þeirri ömurlegu niðurrifsumræðu- og stjórnmálahefð sem lamar allt stjórnmálalíf á Íslandi í dag, til mikils skaða fyrir land og þjóð. Það vegur einnig þungt fyrir mig þegar ég tek þá afstöðu að styðja og kjósa Árni Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég er jafnaðarmaður og hef kosið að vera félagi í Samfylkingunni. Nú þegar að formannskjör er fram undan í Samfylkingunni, einstakt meðal íslenskra stjórnmálaflokka vegna þess hversu margir eiga kosningarétt, þá er ég sáttur við þá valkosti sem í boði eru. Mér finnst gott að geta valið á milli nokkuð þekktra stærða, frekar en að velja hið óþekkta, sem margir virðast aðhyllast í dag. Báðir frambjóðendurnir, Árni Páll og Guðbjartur, finnst mér búa sameiginlega og hvor í sínu lagi yfir eiginleikum sem ég met sem góða kosti fyrir leiðtoga í stjórnmálaflokki að hafa. Þetta eru eiginleikar eins og auðmýkt, ákafi, framtíðarsýn, hugrekki, mælska, réttsýni, sanngirni, sáttavilji, stjórnunarreynsla, yfirsýn, yfirvegun, vinnusemi og þekking. Hugmyndafræðilega sé ég ekki mun á Árna Páli og Guðbjarti, báðir finnst mér þeir standa traustum fótum sem klassískir jafnaðarmenn. Vinstri og hægri skilgreiningar finnst mér í besta falli vera mjög ónákvæmar til að greina á milli þeirra. Fyrir mér er þetta því spurning um ólíkan stíl, mat á því hvar meginstyrkleikar og -veikleikar þeirra liggja og hvaða eiginleikar mér finnast skipta mestu máli í fari næsta formanns Samfylkingarinnar. Ég hef átt samskipti við bæði Árna Pál og Guðbjart á undanförnum árum í starfi mínu sem formaður Blindrafélagsins og mætt af hendi beggja velvilja, sanngirni og réttsýni. Árna Páli hef ég verið kunnugur lengi en leiðir okkar lágu fyrst saman í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Guðbjarti man ég fyrst eftir sem vinsælum skátaforingja ofan af Skaga frá því að ég var í skátunum. Þegar ég geri upp við mig hvorn frambjóðandann ég ætla að styðja til formanns í Samfylkingunni þá horfi ég til þess hvor þeirra mér finnst líklegri til að stækka Samfylkinguna og ná að laða fleiri til fylgis við jafnaðarstefnuna. Mér finnst einnig mikilvægt að horfa til klassískra leiðtogaeiginleika frekar en stjórnunareiginleika, hvoru tveggja eru að sjálfsögðu dýrmætir eiginleikar. Eins finnst mér mikilvægt að kynslóðaskipti eigi sér stað í forystu Samfylkingarinnar. Af þessum sökum hef ég ákveðið að styðja Árna Pál til formanns í Samfylkingunni. Reynsla mín af samskiptum við Árna Pál sem ráðherra vegur einnig þungt. En á þeim stutta tíma sem Árni Páll var félagsmálaráðherra þá varð ég vitni að vinnubrögðum ráðherra sem mér finnast vera til mikillar eftirbreytni. Hann kallaði saman breiðan hóp fólks til skrafs og ráðgerða um mál sem hann sem ráðherra var með til úrlausnar. Þar hlustaði hann á skoðanir og viðhorf annarra og mældi við sín eigin viðhorf og skoðanir. Þetta er samráð, þar sem kallað er eftir viðhorfum áður en málin eru orðin fullmótuð. Ég hef ekki orðið vitni að, eða verið boðið til þátttöku í, sambærilegum vinnubrögðum frá öðrum ráðherrum. Mér finnst þetta vera vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar og sýna á vissan hátt hversu traustum fótum Árni Páll stendur í klassískri jafnaðarstefnu, og hefur sem slíkur nægan kjark til að bjóða til umræðu þeim sem kunna að hafa aðrar og ólíkar skoðanir en hann sjálfur. Fyrir mér er Árni Páll einnig einn af mjög fáum stjórnmálamönnum sem eru líklegir til að geta náð okkur út úr þeirri ömurlegu niðurrifsumræðu- og stjórnmálahefð sem lamar allt stjórnmálalíf á Íslandi í dag, til mikils skaða fyrir land og þjóð. Það vegur einnig þungt fyrir mig þegar ég tek þá afstöðu að styðja og kjósa Árni Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun