Viðræður í uppnámi "Það ríkir að mínu mati stöðnun í þessum viðræðum og jafnvel afturför, " segir Össur Skarphéðinsson og þingmaður Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd. skrifa 29. október 2005 07:00 Geir H Haarde "Það ríkir að mínu mati stöðnun í þessum viðræðum og jafnvel afturför," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd. "Viðræðurnar eru nánast á upphafsreit," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, en hann óskaði eftir fundi í utanríkismálanefnd ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur, Samfylkingunni, þegar viðræðufundur um framtíð varnarsamningsins fór út um þúfur í Washington í síðustu viku. Geir H. Haarde utanríkisráðherra gerði ásamt embættismönnum sínum grein fyrir stöðunni í viðræðunum á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, formaður nefndarinnar, segir að ráðherrann hafi sett nefndina inn í málin og ákveðið hefði verið að hittast síðar. "Ekkert hefur gerst síðan samningamenn komu heim. Ég hef trú á að viðræðurnar leiði til niðurstöðu sem báðir aðilar geti sætt sig við," segir Halldór. Siv Friðleifsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, vill ekkert tjá sig um málið. Össur segir enga fundi fyrirhugaða. "Mér virðist sem beðið sé eftir því að Bandaríkjamenn kveðji til fundar. Ég get heldur ekki séð annað en að það hafi orðið töluverð stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum. Það er með ólíkindum að sendinefnd okkar skuli vera komin vestur um haf og fái þá fyrst pata af tillögum varðandi kostnað sem bersýnilega eru víðs fjarri því sem íslensk stjórnvöld geta sætt sig við. Varnarsambandið við Bandaríkjamenn er í uppnámi. Það er ekki hægt að orða það öðru vísi," segir Össur. Steingrímur segir vont að óvissan um varnarsamningin hangi yfir þjóðinni. "Það hefur engin bókun við varnarsamninginn verið í gildi síðan 2001 og því geta Bandaríkjamenn ráðið sjálfir hvernig vörnunum er háttað," segir Steingrímur J. Sigfússon. Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
"Það ríkir að mínu mati stöðnun í þessum viðræðum og jafnvel afturför," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd. "Viðræðurnar eru nánast á upphafsreit," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, en hann óskaði eftir fundi í utanríkismálanefnd ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur, Samfylkingunni, þegar viðræðufundur um framtíð varnarsamningsins fór út um þúfur í Washington í síðustu viku. Geir H. Haarde utanríkisráðherra gerði ásamt embættismönnum sínum grein fyrir stöðunni í viðræðunum á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, formaður nefndarinnar, segir að ráðherrann hafi sett nefndina inn í málin og ákveðið hefði verið að hittast síðar. "Ekkert hefur gerst síðan samningamenn komu heim. Ég hef trú á að viðræðurnar leiði til niðurstöðu sem báðir aðilar geti sætt sig við," segir Halldór. Siv Friðleifsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, vill ekkert tjá sig um málið. Össur segir enga fundi fyrirhugaða. "Mér virðist sem beðið sé eftir því að Bandaríkjamenn kveðji til fundar. Ég get heldur ekki séð annað en að það hafi orðið töluverð stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum. Það er með ólíkindum að sendinefnd okkar skuli vera komin vestur um haf og fái þá fyrst pata af tillögum varðandi kostnað sem bersýnilega eru víðs fjarri því sem íslensk stjórnvöld geta sætt sig við. Varnarsambandið við Bandaríkjamenn er í uppnámi. Það er ekki hægt að orða það öðru vísi," segir Össur. Steingrímur segir vont að óvissan um varnarsamningin hangi yfir þjóðinni. "Það hefur engin bókun við varnarsamninginn verið í gildi síðan 2001 og því geta Bandaríkjamenn ráðið sjálfir hvernig vörnunum er háttað," segir Steingrímur J. Sigfússon.
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira