Raunhæfar og skynsamar lausnir Ingvar Mar Jónsson skrifar 6. maí 2018 15:50 UmferðarmálReykvíkingar og þá sérstaklega þeir sem búa í úthverfum eru að eyða miklum tíma í bílum sínum til að komast til og frá vinnu. Tími fólks er verðmætur og samfélagið er að tapa milljörðum á þessum umferðarteppum. Uppbygging innviða er dýr. Í gegnum tíðina hefur verið fjárfest fyrir hundruði milljarða í gatankerfi Reykjavíkur. Fjárfesting í Borgarlínu er mjög dýr og áhættusöm. Nú er talað um 70 milljarða króna fjárfestingu en hún gæti hæglega endað í yfir 100 milljörðum. Samkvæmt rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar lektors við Háskólann í Reykjavík fara opinberar framkvæmdir að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun. Það er óvíst að dýr fjárfesting í Borgarlínunni muni skila tilætluðum árangri og þá sitja Reykvíkingar uppi með óafturkræfan kostnað.https://nyrspitali.com/index.php?option=com_content&view=article&id=83:storverkefni-fara-fram-ur-aaetlun&catid=30&Itemid=190Skynsama leiðin í samgöngumálum er að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar með hagkvæmari hætti. T.d. með því að hafa frítt í strætó og greiða samgöngustyrki til háskólanema gegn því að þeir noti vistvæna samgöngumáta, sem er að ganga, hjóla eða taka strætó. Þannig myndi nýting á strætó aukast sem svo gerði það að verkum að færri bílar yrðu á götunum. Þetta mun leiða til minni umferðartafa og meiri lífsgæða fyrir Reykvíkinga og þá sérstaklega þá sem búa í úthverfum. MenntunUnga kynslóðin er dýrmæt. Það er lykilatriði að grunnskólar borgararinnar undirbúi börnin okkar fyrir þá tæknibyltingu sem framundan er, þar sem stór hluti af þeim störfum sem eru til núna verða farin á næstu áratugum. Það er óásættanlegt að einn þriðji hluti 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Góðir kennarar eru lykillinn að góðu menntakerfi. Um helmingur allra kennaramenntaðra er ekki að vinna við kennslu og það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur á næstu árum. Við verðum að snúa þessari þróun við með því að greiða kennurum hærri laun og veita þeim meira sjálfstæði til þess að móta og þróa sín störf. Það hefur verið gert í Finnlandi með góðum áragri en þar njóta kennarar mikillar virðingar í samfélaginu. https://www.ruv.is/frett/30-prosent-geta-ekki-lesid-ser-til-gagnsFlugvöllurinnHagkerfi okkar Íslendinga byggir mjög á flugstarfsemi og ferðamönnum. Að hafa tvo flugvelli á suður- eða suðvesturlandi er nauðsynlegt vegna öryggis fyrir flugsamgöngukerfi Íslands. Það kostar hundruði milljarða króna að reisa nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hver á að fjármagna það? Hvaðan eiga iðnaðarmennirnir að koma? Hvernig eigum við að byggja íbúðir fyrir unga fólkið ef stór hluti iðnaðarmanna er við vinnu í Hassahrauni? Reykjavíkurflugvöllur stendur í mýri og þar er djúpt niður á klöpp. Ef við viljum byggja ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið, þá eru margir staðir betur til þess fallnir en Vatnsmýrin. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 2018 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
UmferðarmálReykvíkingar og þá sérstaklega þeir sem búa í úthverfum eru að eyða miklum tíma í bílum sínum til að komast til og frá vinnu. Tími fólks er verðmætur og samfélagið er að tapa milljörðum á þessum umferðarteppum. Uppbygging innviða er dýr. Í gegnum tíðina hefur verið fjárfest fyrir hundruði milljarða í gatankerfi Reykjavíkur. Fjárfesting í Borgarlínu er mjög dýr og áhættusöm. Nú er talað um 70 milljarða króna fjárfestingu en hún gæti hæglega endað í yfir 100 milljörðum. Samkvæmt rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar lektors við Háskólann í Reykjavík fara opinberar framkvæmdir að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun. Það er óvíst að dýr fjárfesting í Borgarlínunni muni skila tilætluðum árangri og þá sitja Reykvíkingar uppi með óafturkræfan kostnað.https://nyrspitali.com/index.php?option=com_content&view=article&id=83:storverkefni-fara-fram-ur-aaetlun&catid=30&Itemid=190Skynsama leiðin í samgöngumálum er að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar með hagkvæmari hætti. T.d. með því að hafa frítt í strætó og greiða samgöngustyrki til háskólanema gegn því að þeir noti vistvæna samgöngumáta, sem er að ganga, hjóla eða taka strætó. Þannig myndi nýting á strætó aukast sem svo gerði það að verkum að færri bílar yrðu á götunum. Þetta mun leiða til minni umferðartafa og meiri lífsgæða fyrir Reykvíkinga og þá sérstaklega þá sem búa í úthverfum. MenntunUnga kynslóðin er dýrmæt. Það er lykilatriði að grunnskólar borgararinnar undirbúi börnin okkar fyrir þá tæknibyltingu sem framundan er, þar sem stór hluti af þeim störfum sem eru til núna verða farin á næstu áratugum. Það er óásættanlegt að einn þriðji hluti 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Góðir kennarar eru lykillinn að góðu menntakerfi. Um helmingur allra kennaramenntaðra er ekki að vinna við kennslu og það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur á næstu árum. Við verðum að snúa þessari þróun við með því að greiða kennurum hærri laun og veita þeim meira sjálfstæði til þess að móta og þróa sín störf. Það hefur verið gert í Finnlandi með góðum áragri en þar njóta kennarar mikillar virðingar í samfélaginu. https://www.ruv.is/frett/30-prosent-geta-ekki-lesid-ser-til-gagnsFlugvöllurinnHagkerfi okkar Íslendinga byggir mjög á flugstarfsemi og ferðamönnum. Að hafa tvo flugvelli á suður- eða suðvesturlandi er nauðsynlegt vegna öryggis fyrir flugsamgöngukerfi Íslands. Það kostar hundruði milljarða króna að reisa nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hver á að fjármagna það? Hvaðan eiga iðnaðarmennirnir að koma? Hvernig eigum við að byggja íbúðir fyrir unga fólkið ef stór hluti iðnaðarmanna er við vinnu í Hassahrauni? Reykjavíkurflugvöllur stendur í mýri og þar er djúpt niður á klöpp. Ef við viljum byggja ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið, þá eru margir staðir betur til þess fallnir en Vatnsmýrin. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 2018
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar