Raunhæfar og skynsamar lausnir Ingvar Mar Jónsson skrifar 6. maí 2018 15:50 UmferðarmálReykvíkingar og þá sérstaklega þeir sem búa í úthverfum eru að eyða miklum tíma í bílum sínum til að komast til og frá vinnu. Tími fólks er verðmætur og samfélagið er að tapa milljörðum á þessum umferðarteppum. Uppbygging innviða er dýr. Í gegnum tíðina hefur verið fjárfest fyrir hundruði milljarða í gatankerfi Reykjavíkur. Fjárfesting í Borgarlínu er mjög dýr og áhættusöm. Nú er talað um 70 milljarða króna fjárfestingu en hún gæti hæglega endað í yfir 100 milljörðum. Samkvæmt rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar lektors við Háskólann í Reykjavík fara opinberar framkvæmdir að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun. Það er óvíst að dýr fjárfesting í Borgarlínunni muni skila tilætluðum árangri og þá sitja Reykvíkingar uppi með óafturkræfan kostnað.https://nyrspitali.com/index.php?option=com_content&view=article&id=83:storverkefni-fara-fram-ur-aaetlun&catid=30&Itemid=190Skynsama leiðin í samgöngumálum er að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar með hagkvæmari hætti. T.d. með því að hafa frítt í strætó og greiða samgöngustyrki til háskólanema gegn því að þeir noti vistvæna samgöngumáta, sem er að ganga, hjóla eða taka strætó. Þannig myndi nýting á strætó aukast sem svo gerði það að verkum að færri bílar yrðu á götunum. Þetta mun leiða til minni umferðartafa og meiri lífsgæða fyrir Reykvíkinga og þá sérstaklega þá sem búa í úthverfum. MenntunUnga kynslóðin er dýrmæt. Það er lykilatriði að grunnskólar borgararinnar undirbúi börnin okkar fyrir þá tæknibyltingu sem framundan er, þar sem stór hluti af þeim störfum sem eru til núna verða farin á næstu áratugum. Það er óásættanlegt að einn þriðji hluti 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Góðir kennarar eru lykillinn að góðu menntakerfi. Um helmingur allra kennaramenntaðra er ekki að vinna við kennslu og það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur á næstu árum. Við verðum að snúa þessari þróun við með því að greiða kennurum hærri laun og veita þeim meira sjálfstæði til þess að móta og þróa sín störf. Það hefur verið gert í Finnlandi með góðum áragri en þar njóta kennarar mikillar virðingar í samfélaginu. https://www.ruv.is/frett/30-prosent-geta-ekki-lesid-ser-til-gagnsFlugvöllurinnHagkerfi okkar Íslendinga byggir mjög á flugstarfsemi og ferðamönnum. Að hafa tvo flugvelli á suður- eða suðvesturlandi er nauðsynlegt vegna öryggis fyrir flugsamgöngukerfi Íslands. Það kostar hundruði milljarða króna að reisa nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hver á að fjármagna það? Hvaðan eiga iðnaðarmennirnir að koma? Hvernig eigum við að byggja íbúðir fyrir unga fólkið ef stór hluti iðnaðarmanna er við vinnu í Hassahrauni? Reykjavíkurflugvöllur stendur í mýri og þar er djúpt niður á klöpp. Ef við viljum byggja ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið, þá eru margir staðir betur til þess fallnir en Vatnsmýrin. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 2018 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
UmferðarmálReykvíkingar og þá sérstaklega þeir sem búa í úthverfum eru að eyða miklum tíma í bílum sínum til að komast til og frá vinnu. Tími fólks er verðmætur og samfélagið er að tapa milljörðum á þessum umferðarteppum. Uppbygging innviða er dýr. Í gegnum tíðina hefur verið fjárfest fyrir hundruði milljarða í gatankerfi Reykjavíkur. Fjárfesting í Borgarlínu er mjög dýr og áhættusöm. Nú er talað um 70 milljarða króna fjárfestingu en hún gæti hæglega endað í yfir 100 milljörðum. Samkvæmt rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar lektors við Háskólann í Reykjavík fara opinberar framkvæmdir að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun. Það er óvíst að dýr fjárfesting í Borgarlínunni muni skila tilætluðum árangri og þá sitja Reykvíkingar uppi með óafturkræfan kostnað.https://nyrspitali.com/index.php?option=com_content&view=article&id=83:storverkefni-fara-fram-ur-aaetlun&catid=30&Itemid=190Skynsama leiðin í samgöngumálum er að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar með hagkvæmari hætti. T.d. með því að hafa frítt í strætó og greiða samgöngustyrki til háskólanema gegn því að þeir noti vistvæna samgöngumáta, sem er að ganga, hjóla eða taka strætó. Þannig myndi nýting á strætó aukast sem svo gerði það að verkum að færri bílar yrðu á götunum. Þetta mun leiða til minni umferðartafa og meiri lífsgæða fyrir Reykvíkinga og þá sérstaklega þá sem búa í úthverfum. MenntunUnga kynslóðin er dýrmæt. Það er lykilatriði að grunnskólar borgararinnar undirbúi börnin okkar fyrir þá tæknibyltingu sem framundan er, þar sem stór hluti af þeim störfum sem eru til núna verða farin á næstu áratugum. Það er óásættanlegt að einn þriðji hluti 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Góðir kennarar eru lykillinn að góðu menntakerfi. Um helmingur allra kennaramenntaðra er ekki að vinna við kennslu og það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur á næstu árum. Við verðum að snúa þessari þróun við með því að greiða kennurum hærri laun og veita þeim meira sjálfstæði til þess að móta og þróa sín störf. Það hefur verið gert í Finnlandi með góðum áragri en þar njóta kennarar mikillar virðingar í samfélaginu. https://www.ruv.is/frett/30-prosent-geta-ekki-lesid-ser-til-gagnsFlugvöllurinnHagkerfi okkar Íslendinga byggir mjög á flugstarfsemi og ferðamönnum. Að hafa tvo flugvelli á suður- eða suðvesturlandi er nauðsynlegt vegna öryggis fyrir flugsamgöngukerfi Íslands. Það kostar hundruði milljarða króna að reisa nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hver á að fjármagna það? Hvaðan eiga iðnaðarmennirnir að koma? Hvernig eigum við að byggja íbúðir fyrir unga fólkið ef stór hluti iðnaðarmanna er við vinnu í Hassahrauni? Reykjavíkurflugvöllur stendur í mýri og þar er djúpt niður á klöpp. Ef við viljum byggja ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið, þá eru margir staðir betur til þess fallnir en Vatnsmýrin. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 2018
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun