Brostnar vonir Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Pyngjur landsmanna léttast og færri krónur eru eftir um hver mánaðamót. Norræn velferðarstefna stjórnvalda er aðhlátursefni í fermingum og saumaklúbbum. Í dag þarf fólkið og fyrirtækin í landinu að berjast við erlenda vogunarsjóði, afborganir af stökkbreyttum húsnæðislánum með heimalagaðri verðbólgu, aukinni skattpíningu, hækkandi matvælaverði, gjaldskrárhækkunum og löngu ákveðin framtíðarplön fjölmargra einstaklinga eru brostin. Lánlausa vinstri stjórnin virðist engan skilning hafa eða lausnir á efnahagsvandanum. Hækkun heimsmarkaðsverðs eldsneytis og lágt gengi krónunnar ýtir upp grunninum sem opinber gjöld af eldsneyti reiknast af. Það er mikið tillitsleysi af ríkinu að kunna sér ekkert hóf við þær aðstæður sem nú eru. Tekjur ríkisins af bensíni og dísel eru fyrir löngu komnar upp fyrir það sem nokkur gat reiknað með og ofurskattlagningin leggur nú drápsklyfjar á almenning. 30% lækkun á bensíni og dísel straxStjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins skorar á stjórnvöld að lækka verð á bensíni og dísel um 30% til þess að lina þjáningar almennings. Sumir segja að fólk verði bara að laga sig að þessu verði og það sé víða jafn hátt í Evrópu. Í slíkum málflutningi örlar oft líka á djúpstæðum fordómum í garð „einkabílismans“ eins og það er stundum kallað af róttækum sameignarsinnum. Slíkt tal tekur hins vegar lítið mið af íslenskum aðstæðum. Víðast hvar í þéttbýlum Evrópulöndum getur fólk valið úr ýmsum kostum í almenningssamgöngum, lestum og sporvögnum. Íslendingar hins vegar þurfa einfaldlega að ferðast á einkabíl í sínu strjálbýla og oft harðbýla landi vegna starfa og samskipta við fjölskyldu og vini. Þar duga minnstu smábílar ekki alltaf til og einfaldlega nauðsynlegt að vera vel skóaður. Raunsæi er nauðsynlegtAuðvitað væri æskilegt að við gætum endurnýjað bílaflota landsmanna örar en gert er og þá skipt út eyðslufrekum og óhagkvæmum ökutækjum fyrir vistvænni. Það er bara því miður ekki raunsætt miðað við efnahag flestra Íslendinga um þessar mundir að slíkt geti gerst á mjög skömmum tíma, en sjálfsagt að stuðla að því, m.a. með vægari skattlagningu á vistvæn ökutæki, að þróunin verði í þá átt. Framhjá því verður hins vegar ekki litið að eldsneytisverð er núna orðið svo hátt að það raskar bæði lífi og starfi stórs hluta þjóðarinnar. Jafnvel þannig að fólk er hætt að geta nýtt sér frístundir sínar með þeim hætti sem þykir sjálfsagður, svo sem með ferðum í sumarbústaði og fleira. Við þessu verður einfaldlega að bregðast og lækka verð eldsneytis strax! Það er bæði þjóðhagslega hagkvæmt og virðisaukaskapandi m.a. fyrir ferðaþjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Pyngjur landsmanna léttast og færri krónur eru eftir um hver mánaðamót. Norræn velferðarstefna stjórnvalda er aðhlátursefni í fermingum og saumaklúbbum. Í dag þarf fólkið og fyrirtækin í landinu að berjast við erlenda vogunarsjóði, afborganir af stökkbreyttum húsnæðislánum með heimalagaðri verðbólgu, aukinni skattpíningu, hækkandi matvælaverði, gjaldskrárhækkunum og löngu ákveðin framtíðarplön fjölmargra einstaklinga eru brostin. Lánlausa vinstri stjórnin virðist engan skilning hafa eða lausnir á efnahagsvandanum. Hækkun heimsmarkaðsverðs eldsneytis og lágt gengi krónunnar ýtir upp grunninum sem opinber gjöld af eldsneyti reiknast af. Það er mikið tillitsleysi af ríkinu að kunna sér ekkert hóf við þær aðstæður sem nú eru. Tekjur ríkisins af bensíni og dísel eru fyrir löngu komnar upp fyrir það sem nokkur gat reiknað með og ofurskattlagningin leggur nú drápsklyfjar á almenning. 30% lækkun á bensíni og dísel straxStjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins skorar á stjórnvöld að lækka verð á bensíni og dísel um 30% til þess að lina þjáningar almennings. Sumir segja að fólk verði bara að laga sig að þessu verði og það sé víða jafn hátt í Evrópu. Í slíkum málflutningi örlar oft líka á djúpstæðum fordómum í garð „einkabílismans“ eins og það er stundum kallað af róttækum sameignarsinnum. Slíkt tal tekur hins vegar lítið mið af íslenskum aðstæðum. Víðast hvar í þéttbýlum Evrópulöndum getur fólk valið úr ýmsum kostum í almenningssamgöngum, lestum og sporvögnum. Íslendingar hins vegar þurfa einfaldlega að ferðast á einkabíl í sínu strjálbýla og oft harðbýla landi vegna starfa og samskipta við fjölskyldu og vini. Þar duga minnstu smábílar ekki alltaf til og einfaldlega nauðsynlegt að vera vel skóaður. Raunsæi er nauðsynlegtAuðvitað væri æskilegt að við gætum endurnýjað bílaflota landsmanna örar en gert er og þá skipt út eyðslufrekum og óhagkvæmum ökutækjum fyrir vistvænni. Það er bara því miður ekki raunsætt miðað við efnahag flestra Íslendinga um þessar mundir að slíkt geti gerst á mjög skömmum tíma, en sjálfsagt að stuðla að því, m.a. með vægari skattlagningu á vistvæn ökutæki, að þróunin verði í þá átt. Framhjá því verður hins vegar ekki litið að eldsneytisverð er núna orðið svo hátt að það raskar bæði lífi og starfi stórs hluta þjóðarinnar. Jafnvel þannig að fólk er hætt að geta nýtt sér frístundir sínar með þeim hætti sem þykir sjálfsagður, svo sem með ferðum í sumarbústaði og fleira. Við þessu verður einfaldlega að bregðast og lækka verð eldsneytis strax! Það er bæði þjóðhagslega hagkvæmt og virðisaukaskapandi m.a. fyrir ferðaþjónustuna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar