
Áin er okkur kær
Sjálf er ég af þriðju kynslóð bænda sem hafa gætt að umhverfi Norðurár í Borgarfirði og áin er okkur kær. Hún er ekki bara falleg heldur hefur hún verið lífgjafi í sveitinni um áratugaskeið.
Ólíkt Benedikt Bóasi finnst okkur sem viljum vernda náttúrulegt lífríki fátt fyndið hvað varðar laxeldi í sjókvíum. Okkur finnst það dauðans alvara. Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda ef laxeldi hér fer sömu leið og í nágrannalöndum okkar, þar sem vinsælar stangveiðiár hafa til dæmis orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar eldisfisks við villta laxastofna. Of hátt hlutfall af lífsafkomu okkar kemur af stangveiðinni til þess að við getum látið það sem því ógnar óáreitt.
Laxeldismenn skýla þeir sér á bak við að eldið sé ein af grunnstoðum byggðar. Það er örugglega rétt en það heldur áfram að vera það þó svo að laxeldið fari í lokaðar kvíar á landi.
Það gleymist of oft í þessari umræðu að tekjur til eigenda bújarða af stangveiði hafa um árabil verið mikil stoð við byggð í sveitum landsins. Störf tengd stangveiðinni mynda mikilvæga atvinnugrein sem er ein af undirstöðum búsetu víða í dreifbýli Íslands.
Vísindamenn hafa alls ekki haldið því fram að sjókvíaeldi sé óhætt eins og Benedikt Bóas sagði í Bakþönkum sínum. Þvert á móti. Til dæmis liggur fyrir að vísindamenn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafa sagt að sjókvíaeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að villtum laxastofnum. Staðreyndin er sú að mikil áhætta fylgir laxeldi í sjó og hafa vísindamenn í því sambandi bent á hættuna á erfðablönduninni en líka á að sjókvíaeldi fylgir mengun, sjúkdómahætta, lúsafaraldur og notkun eiturefna og sýklalyfja.
Því miður hefur hér á Íslandi ekki verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Við megum ekki endurtaka mistök annarra þjóða. Sú aðferð að ala lax í sjókvíum er ógn við náttúruna. Okkur ber að varðveita lífríkið og umgangast auðlindirnar þannig að þær nýtist okkur og afkomendum okkar um ókomin ár.
Laxeldið upp á land – og þá getum við öll verið stolt af okkar afurðum.
Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar