Áin er okkur kær Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. júní 2018 07:00 Ég las nýlega Bakþanka Benedikts Bóasar um laxeldi í þessu blaði. Ekki deilum við nú sömu skoðun hvað það varðar. Sjálf er ég af þriðju kynslóð bænda sem hafa gætt að umhverfi Norðurár í Borgarfirði og áin er okkur kær. Hún er ekki bara falleg heldur hefur hún verið lífgjafi í sveitinni um áratugaskeið. Ólíkt Benedikt Bóasi finnst okkur sem viljum vernda náttúrulegt lífríki fátt fyndið hvað varðar laxeldi í sjókvíum. Okkur finnst það dauðans alvara. Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda ef laxeldi hér fer sömu leið og í nágrannalöndum okkar, þar sem vinsælar stangveiðiár hafa til dæmis orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar eldisfisks við villta laxastofna. Of hátt hlutfall af lífsafkomu okkar kemur af stangveiðinni til þess að við getum látið það sem því ógnar óáreitt. Laxeldismenn skýla þeir sér á bak við að eldið sé ein af grunnstoðum byggðar. Það er örugglega rétt en það heldur áfram að vera það þó svo að laxeldið fari í lokaðar kvíar á landi. Það gleymist of oft í þessari umræðu að tekjur til eigenda bújarða af stangveiði hafa um árabil verið mikil stoð við byggð í sveitum landsins. Störf tengd stangveiðinni mynda mikilvæga atvinnugrein sem er ein af undirstöðum búsetu víða í dreifbýli Íslands. Vísindamenn hafa alls ekki haldið því fram að sjókvíaeldi sé óhætt eins og Benedikt Bóas sagði í Bakþönkum sínum. Þvert á móti. Til dæmis liggur fyrir að vísindamenn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafa sagt að sjókvíaeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að villtum laxastofnum. Staðreyndin er sú að mikil áhætta fylgir laxeldi í sjó og hafa vísindamenn í því sambandi bent á hættuna á erfðablönduninni en líka á að sjókvíaeldi fylgir mengun, sjúkdómahætta, lúsafaraldur og notkun eiturefna og sýklalyfja. Því miður hefur hér á Íslandi ekki verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Við megum ekki endurtaka mistök annarra þjóða. Sú aðferð að ala lax í sjókvíum er ógn við náttúruna. Okkur ber að varðveita lífríkið og umgangast auðlindirnar þannig að þær nýtist okkur og afkomendum okkar um ókomin ár. Laxeldið upp á land – og þá getum við öll verið stolt af okkar afurðum.Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las nýlega Bakþanka Benedikts Bóasar um laxeldi í þessu blaði. Ekki deilum við nú sömu skoðun hvað það varðar. Sjálf er ég af þriðju kynslóð bænda sem hafa gætt að umhverfi Norðurár í Borgarfirði og áin er okkur kær. Hún er ekki bara falleg heldur hefur hún verið lífgjafi í sveitinni um áratugaskeið. Ólíkt Benedikt Bóasi finnst okkur sem viljum vernda náttúrulegt lífríki fátt fyndið hvað varðar laxeldi í sjókvíum. Okkur finnst það dauðans alvara. Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda ef laxeldi hér fer sömu leið og í nágrannalöndum okkar, þar sem vinsælar stangveiðiár hafa til dæmis orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar eldisfisks við villta laxastofna. Of hátt hlutfall af lífsafkomu okkar kemur af stangveiðinni til þess að við getum látið það sem því ógnar óáreitt. Laxeldismenn skýla þeir sér á bak við að eldið sé ein af grunnstoðum byggðar. Það er örugglega rétt en það heldur áfram að vera það þó svo að laxeldið fari í lokaðar kvíar á landi. Það gleymist of oft í þessari umræðu að tekjur til eigenda bújarða af stangveiði hafa um árabil verið mikil stoð við byggð í sveitum landsins. Störf tengd stangveiðinni mynda mikilvæga atvinnugrein sem er ein af undirstöðum búsetu víða í dreifbýli Íslands. Vísindamenn hafa alls ekki haldið því fram að sjókvíaeldi sé óhætt eins og Benedikt Bóas sagði í Bakþönkum sínum. Þvert á móti. Til dæmis liggur fyrir að vísindamenn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafa sagt að sjókvíaeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að villtum laxastofnum. Staðreyndin er sú að mikil áhætta fylgir laxeldi í sjó og hafa vísindamenn í því sambandi bent á hættuna á erfðablönduninni en líka á að sjókvíaeldi fylgir mengun, sjúkdómahætta, lúsafaraldur og notkun eiturefna og sýklalyfja. Því miður hefur hér á Íslandi ekki verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Við megum ekki endurtaka mistök annarra þjóða. Sú aðferð að ala lax í sjókvíum er ógn við náttúruna. Okkur ber að varðveita lífríkið og umgangast auðlindirnar þannig að þær nýtist okkur og afkomendum okkar um ókomin ár. Laxeldið upp á land – og þá getum við öll verið stolt af okkar afurðum.Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun