Erlent

Dularfullur póstur til sendiráða

Sendiráð Japans í Malasíu var rýmt í morgun eftir að dularfullar póstsendingar bárust til sex sendiráða í höfuðborginni Kúala Lúmpúr. Sendiráðum Japans, Kanada, Þýskalands, Singapúr, Filippseyja og Taílands barst öllum sams konar lítill pakki með olíukenndum vökva og geisladiski. Vökvinn reyndist vera einmitt það: skaðlaus olía. Ekki hefur verið gefið upp hvort eitthvað var að finna á geisladiskunum og þá hvað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×