Innlent

Jón Gnarr verndari menningarverkefnis - Sjónlýsing fyrir blinda

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Boðið verður upp á sjónsýningu á kvikmyndinni, Í myrkri. Myndin fjallar um mann sem felur gyðinga frá nasistum í holræsum pólskrar borgar. Agnieszka Holland svarar spurningum eftir sýninguna.
Boðið verður upp á sjónsýningu á kvikmyndinni, Í myrkri. Myndin fjallar um mann sem felur gyðinga frá nasistum í holræsum pólskrar borgar. Agnieszka Holland svarar spurningum eftir sýninguna.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur verður verndari verkefnisins „Ísland – Pólland fyrir aðgengi að menningu sem mun standa yfir í þrjú ár, frá 2013 til 2016.

Ísland og Pólland munu halda reglulega menningarviðburði í hvoru landi fyrir sig, sem verða gerðir aðgengilegir fötluðum.

Fyrsta verkefnið hér á landi verður á Evrópskri Kvikmyndahátíð þar sem verðlaunamynd Agnieszku Holland, „In Darkness“ verður sýnd í Bíó Paradís með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta.

Sýningin fer fram laugardaginn 28. september  klukkan 15:00.

Með sjónlýsingu á kvikmyndum er blindu fólki veittur aðgangur að þeim hluta sjónmenningar sem stendur þeim mjög sjaldan til boða. Þetta er í annað skipti sem boðið er upp á sjónlýsingu við kvikmynd á Íslandi.

Agnieszka Holland verður stödd á sjónsýningunni og kemur til með að svara spurningum eftir sýningu. Hún er verndari verkefnisins í Póllandi þar sem næsti hluti verkefnisins fer fram en þar verður íslensk mynd sýnd í sjónlýsingu.



Felur gyðinga fyrir nasistum í holrsæum borgarinnar

Myndin „In Darkness“ eða á íslensku, Í myrkri var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum Besta erlenda myndin árið 2012. 

Hún er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um mann sem vinnur í holræsum og er þjófur í borginni Lvov í Póllandi, sem hernumin var af nasistum.

Einn daginn verður hópur gyðinga á vegi hans sem eru að reyna að flýja ástandið. Maðurinn ákveður að hjálpa þeim gegn greiðslu. Hann felur fólkið í undirheimum holræsanna undir borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×