Aðgerðir í húsnæðisvanda íbúa Kópavogsbæjar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. september 2013 16:21 Ármann Kr. Ólafsson vill gera breytingar svo fólk geti keypt sér íbúðir. Guðríður Arnardóttir telur að lausnir þurfi fyrir fólk á langtímaleigumarkaðnum. mynd/365 Tillaga minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs um að kanna kosti þess að bærinn komi að byggingu íbúða til leigu verður skoðuð. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs telur hins vegar að það verði að skoða aðrar leiðir til þess að koma til móts við íbúa bæjarins með því að auðvelda þeim að kaupa sína eigin íbúð. Ármann vill að lokinni skoðun embættismanna Kópavogsbæjar um byggingu leiguíbúða verði niðurstaðan sendi til Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) til skoðunar. Hann vill aðkomu ríkisins og SÍS að málinu því hann er sannfærður um að það sé hægt að finna leiðir til þess að lækka byggingarkostnað við nýjar íbúðir. Hann segir að það sé vert að skoða leiðir sem gera fólki kleyft að kaupa sína eigin íbúð. Honum finnst minnihlutinn einblína of mikið á að Kópavogsbær byggi íbúðir til þess að leigja út. Með því að henda byggingarreglugerðinni sem gerð var á síðasta kjörtímabili ríkisstjórnarinnar yrði hægt að lækka kostnað við byggingar umtalsvert. Þar á hann meðal annars við þær kröfur sem gerðar eru í byggingarreglugerðinni um stærð herbergja í hverri íbúð. Auk þess þyrftu lífeyrissjóðirnir að koma að fjármögnun íbúða með hagkvæmari vöxtum en nú eru. Þetta séu peningar sem lífeyrissjóðirnir eru að lána. Fólkið myndi í raun mynda sér sinn eigin lífeyrissjóð með því að eignast sínar íbúðir. Lausnin sé því ekki bara að efla leigumarkaðinn. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að tillagan sé sett fram sem viðbrögð við ástandinu á leigumarkaðinum, ástandi sem ekki sé hægt að horfa á til lengdar. Hún telur að opinberir aðilar verði að byggja upp traust á langtímaleigumarkaðnum. Þar þurfi bæði sveitarfélög og ríkið að koma að. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Tillaga minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs um að kanna kosti þess að bærinn komi að byggingu íbúða til leigu verður skoðuð. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs telur hins vegar að það verði að skoða aðrar leiðir til þess að koma til móts við íbúa bæjarins með því að auðvelda þeim að kaupa sína eigin íbúð. Ármann vill að lokinni skoðun embættismanna Kópavogsbæjar um byggingu leiguíbúða verði niðurstaðan sendi til Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) til skoðunar. Hann vill aðkomu ríkisins og SÍS að málinu því hann er sannfærður um að það sé hægt að finna leiðir til þess að lækka byggingarkostnað við nýjar íbúðir. Hann segir að það sé vert að skoða leiðir sem gera fólki kleyft að kaupa sína eigin íbúð. Honum finnst minnihlutinn einblína of mikið á að Kópavogsbær byggi íbúðir til þess að leigja út. Með því að henda byggingarreglugerðinni sem gerð var á síðasta kjörtímabili ríkisstjórnarinnar yrði hægt að lækka kostnað við byggingar umtalsvert. Þar á hann meðal annars við þær kröfur sem gerðar eru í byggingarreglugerðinni um stærð herbergja í hverri íbúð. Auk þess þyrftu lífeyrissjóðirnir að koma að fjármögnun íbúða með hagkvæmari vöxtum en nú eru. Þetta séu peningar sem lífeyrissjóðirnir eru að lána. Fólkið myndi í raun mynda sér sinn eigin lífeyrissjóð með því að eignast sínar íbúðir. Lausnin sé því ekki bara að efla leigumarkaðinn. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að tillagan sé sett fram sem viðbrögð við ástandinu á leigumarkaðinum, ástandi sem ekki sé hægt að horfa á til lengdar. Hún telur að opinberir aðilar verði að byggja upp traust á langtímaleigumarkaðnum. Þar þurfi bæði sveitarfélög og ríkið að koma að.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira