Hillary eða Condi? Þórlindur Kjartansson skrifar 13. febrúar 2005 00:01 Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun