Sport

Henry vill enda hjá Arsenal

Franski framherjinn Thierry Henry segist vilja enda ferilinn sinn hjá Arsenal. Samningur hans við Arsenal rennur út 2007 en þá verður Henry 29 ára gamall. "Ég myndi vilja vera hér áfram en ég ræð því ekki einn. Ef ég myndi ráða því þá myndi ég klára ferilinn hjá Arsenal. Ef ég hætti að skora mörk þá kemur einhver ungur og sparkar mér burtu. Sagan hefur sýnt það. Arsenal verður alltaf Arsenal, hvort sem ég er þar eða ekki," sagði Henry.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×