Ánægður með fatastíl Íslendinga 22. október 2006 12:00 „Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims. Yvan er í draumastarfi margra en hann er sendur á hina ýmsu tískuviðburði í heiminum, meðal annars allar tískuvikurnar, til að taka myndir af fólki. Hans sérgrein er að finna fólk með skemmtilegan fatastíl og mynda það, eins konar götutísku. „Jú, þetta er auðvitað skemmtileg atvinna en það er stundum erfitt að blanda svona saman skemmtun og vinnu. Eins og maður væri allan daginn að vinna í partíi," segir Yvan en það eru aðeins níu mánuðir síðan hann stofnaði vefsíðuna sína. Hann byrjaði fyrst á því að taka portrettmyndir af fólki með skrítinn svip en þróaðist út frá því í að skoða persónulegan fatastíl fólks enda er hann sammála orðatiltækinu góða að fötin skapi manninn. Tímarit á borð við franska Elle, DQ og danska blaðið Cover settu sig í samband við hann og núna sér hann mánaðarlega um opnur í þessum blöðum ásamt því að birta myndirnar sínar í fleiri blöðum í heiminum. Yvan hefur alltaf litla Canon digital myndavél í vasanum sem hann segist taka með sér hvert sem hann fer og oftast nær fær hann góðar viðtökur frá fólki enda ekki amaleg viðurkenning að fá að komast á tískusíðu hjá einhverju af ofangreindum tímaritum. „Flest fólkið sem ég tek myndir af eru orðnir vinir og kunningjar mínir í dag. Maður reynir alltaf að spjalla og kynnast fólkinu áður en maður tekur myndina." Þetta er ekki fyrsta sinn sem Yvan kemur til Íslands en hann kom hingað árið 2000 til að skoða náttúruna. „Ég var ekki með neitt sérstaklega háar væntingar um tískusenuna í þessu litla landi en mikið svakalega tókst ykkur að koma mér á óvart. Hér er fólk með sérstakan og flottan fatastíl á hverju götuhorni," segir Yvan og er greinilega ánægður með veru sína hér. Myndirnar af íslenskri götutísku munu birtast í desemberheftum danska tímaritsins Cover og í franska jaðarritinu WAD. Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims. Yvan er í draumastarfi margra en hann er sendur á hina ýmsu tískuviðburði í heiminum, meðal annars allar tískuvikurnar, til að taka myndir af fólki. Hans sérgrein er að finna fólk með skemmtilegan fatastíl og mynda það, eins konar götutísku. „Jú, þetta er auðvitað skemmtileg atvinna en það er stundum erfitt að blanda svona saman skemmtun og vinnu. Eins og maður væri allan daginn að vinna í partíi," segir Yvan en það eru aðeins níu mánuðir síðan hann stofnaði vefsíðuna sína. Hann byrjaði fyrst á því að taka portrettmyndir af fólki með skrítinn svip en þróaðist út frá því í að skoða persónulegan fatastíl fólks enda er hann sammála orðatiltækinu góða að fötin skapi manninn. Tímarit á borð við franska Elle, DQ og danska blaðið Cover settu sig í samband við hann og núna sér hann mánaðarlega um opnur í þessum blöðum ásamt því að birta myndirnar sínar í fleiri blöðum í heiminum. Yvan hefur alltaf litla Canon digital myndavél í vasanum sem hann segist taka með sér hvert sem hann fer og oftast nær fær hann góðar viðtökur frá fólki enda ekki amaleg viðurkenning að fá að komast á tískusíðu hjá einhverju af ofangreindum tímaritum. „Flest fólkið sem ég tek myndir af eru orðnir vinir og kunningjar mínir í dag. Maður reynir alltaf að spjalla og kynnast fólkinu áður en maður tekur myndina." Þetta er ekki fyrsta sinn sem Yvan kemur til Íslands en hann kom hingað árið 2000 til að skoða náttúruna. „Ég var ekki með neitt sérstaklega háar væntingar um tískusenuna í þessu litla landi en mikið svakalega tókst ykkur að koma mér á óvart. Hér er fólk með sérstakan og flottan fatastíl á hverju götuhorni," segir Yvan og er greinilega ánægður með veru sína hér. Myndirnar af íslenskri götutísku munu birtast í desemberheftum danska tímaritsins Cover og í franska jaðarritinu WAD.
Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira