53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 10. maí 2005 00:01 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira