53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 10. maí 2005 00:01 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira