53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 10. maí 2005 00:01 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira