Er eftirliti ábótavant? Trausti Hafliðason skrifar 10. maí 2005 00:01 Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun