Tiguan fær tvo bræður Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 17:00 Volkswagen Tiguan. Automobilemag Volkswagen ætlar að fjölga útgáfum jepplingsins Tiguan um tvær, þ.e. þriggja sætaraða lengri bíl og coupe-útgáfu. Langa útgáfa hans verður með sæti fyrir 7 farþega og coupe-útgáfan verður ekki ósvipaður bíll og BMW X4 og Range Rover Evoque. Volkswagen Tiguan var kynntur af nýrri kynslóð á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust og Volkswagen vill nýta sér smíði þess bíls til fulls og bjóða hann í sem flestum útgáfum þar sem það kostar fyrirtækið ekki svo mikið í þróunarkostnaði. Volkswagen mun fyrst markaðssetja 7 manna útgáfuna þó ekki sé komið á hreint hvenær nákvæmlega hann kemur á götuna. Sá bíll verður líklega eina útgáfa hans sem boðin verður til sölu í Bandaríkjunum. Sá bíll verður smíðaður í verksmiðjum Volkswagen í Mexíkó og í Kína. Ekki er síðan loku skotið fyrir það að Volkswagen muni svo enn bæta við tveimur gerðum bílsins enn, þ.e. kraftmikilli R-útgáfu og tengiltvinnbíl. Volkswagen hefur nú þegar selt yfir tvær milljónir Tiguan jepplinga frá árinu 2007 og þessar nýju útgáfur bílsins munu vafalaust auka enn söluna á þessum vinsæla bíl og ekki skemmir nýtt og fallegra útlit hans með nýrri kynslóð bílsins. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent
Volkswagen ætlar að fjölga útgáfum jepplingsins Tiguan um tvær, þ.e. þriggja sætaraða lengri bíl og coupe-útgáfu. Langa útgáfa hans verður með sæti fyrir 7 farþega og coupe-útgáfan verður ekki ósvipaður bíll og BMW X4 og Range Rover Evoque. Volkswagen Tiguan var kynntur af nýrri kynslóð á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust og Volkswagen vill nýta sér smíði þess bíls til fulls og bjóða hann í sem flestum útgáfum þar sem það kostar fyrirtækið ekki svo mikið í þróunarkostnaði. Volkswagen mun fyrst markaðssetja 7 manna útgáfuna þó ekki sé komið á hreint hvenær nákvæmlega hann kemur á götuna. Sá bíll verður líklega eina útgáfa hans sem boðin verður til sölu í Bandaríkjunum. Sá bíll verður smíðaður í verksmiðjum Volkswagen í Mexíkó og í Kína. Ekki er síðan loku skotið fyrir það að Volkswagen muni svo enn bæta við tveimur gerðum bílsins enn, þ.e. kraftmikilli R-útgáfu og tengiltvinnbíl. Volkswagen hefur nú þegar selt yfir tvær milljónir Tiguan jepplinga frá árinu 2007 og þessar nýju útgáfur bílsins munu vafalaust auka enn söluna á þessum vinsæla bíl og ekki skemmir nýtt og fallegra útlit hans með nýrri kynslóð bílsins.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent