Icesaving hópurinn: Fá fund með sendiherra 7. maí 2009 10:47 Gerard van Vliet. Gerard van Vliet, forsvarsmaður Icesaving Association í Hollandi, sem er hópur hlunnfarinna sparifjáreigenda, segir að hann hafi fengið bréf frá forsætisráðuneytinu í gær þar sem hópnum er boðið að hitta sendiherra Íslands gagnvart Hollandi um miðjan þennan mánuð auk þess sem van Vliet mun hitta forsvarsmenn í forsætisráðuneytinu þegar hann kemur hingað til lands í júní. Til stóð að leggja fram kæru hjá EFTA og Evrópusambandinu í gær yrði ekki brugðist við kröfum hópsins. Hópurinn telur að með þeirri ákvörðun Alþingis, sem mörkuð var með neyðarlögunum 6. Október síðastliðinn, að verja innistæður Íslendinga sé verið að mismuna sparifjáreigendum á grundvelli þjóðernis. Slíkt sé óheimilt samkvæmt EES samningnum. Hópurinn krefst því að Jóhanna vinni að lausn þeirra mála og að stjórnvöld bæti þeim það fé sem tapast hafi umfram það sem hollensk stjórnvöld munu bæta. En þeir sem áttu Icesave reikninga í Hollandi fá greiddar 100 þúsund evrur frá stjórnvöldum þar í landi. Liðsmenn Icesaving eru hinsvegar þeir sem áttu meira en þetta á reikningum sínum og eins og staðan er í dag eru þeir peningar tapaðir en að sögn Gerards er um að ræða um 200 einstaklinga sem samtals áttu um 25 milljónir evra á Icesave reikningum, eða um 4,2 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Vísi segist van Vliet ætla að hitta sendiherrann og sjá hvaða tillögur hann muni koma með í deilunni. „Okkar markmið er að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli," segir hann. Kæra hópsins til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins verður undirbúin eftir sem áður en að sögn Gerards van Vliet verður ákveðið síðar hvenær hún verður lögð fram, það fari eftir viðbrögðum sendiherrans. Tengdar fréttir Hollenskir sparifjáreigendur ætla að kæra Ísland sjötta maí Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ítrekað kröfur sínar til Jóhönnu Sigurðardóttur um að lausn verði fundin á málum þeirra. Að öðrum kosti verður lögð fram kæra gegn íslenska ríkinu þann 6. maí næstkomandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 30. apríl 2009 13:26 Brugðist við kröfu hollensku sparifjáreigendanna í dag Samtökin Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur hollenskra sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans, hafa fengið boð frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ráðuneytið muni taka mál þeirra til athugunar. Samtökin höfðu gefið íslenska ríkinu frest til dagsins í dag til þess að bregðast við, ella myndu þau kæra Íslendinga til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins á grundvelli mismununar. Undir hatti samtakanna eru 200 einstaklinga sem samtals áttu 4,2 milljarða króna á Icesave reikningum. 6. maí 2009 09:53 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Gerard van Vliet, forsvarsmaður Icesaving Association í Hollandi, sem er hópur hlunnfarinna sparifjáreigenda, segir að hann hafi fengið bréf frá forsætisráðuneytinu í gær þar sem hópnum er boðið að hitta sendiherra Íslands gagnvart Hollandi um miðjan þennan mánuð auk þess sem van Vliet mun hitta forsvarsmenn í forsætisráðuneytinu þegar hann kemur hingað til lands í júní. Til stóð að leggja fram kæru hjá EFTA og Evrópusambandinu í gær yrði ekki brugðist við kröfum hópsins. Hópurinn telur að með þeirri ákvörðun Alþingis, sem mörkuð var með neyðarlögunum 6. Október síðastliðinn, að verja innistæður Íslendinga sé verið að mismuna sparifjáreigendum á grundvelli þjóðernis. Slíkt sé óheimilt samkvæmt EES samningnum. Hópurinn krefst því að Jóhanna vinni að lausn þeirra mála og að stjórnvöld bæti þeim það fé sem tapast hafi umfram það sem hollensk stjórnvöld munu bæta. En þeir sem áttu Icesave reikninga í Hollandi fá greiddar 100 þúsund evrur frá stjórnvöldum þar í landi. Liðsmenn Icesaving eru hinsvegar þeir sem áttu meira en þetta á reikningum sínum og eins og staðan er í dag eru þeir peningar tapaðir en að sögn Gerards er um að ræða um 200 einstaklinga sem samtals áttu um 25 milljónir evra á Icesave reikningum, eða um 4,2 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Vísi segist van Vliet ætla að hitta sendiherrann og sjá hvaða tillögur hann muni koma með í deilunni. „Okkar markmið er að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli," segir hann. Kæra hópsins til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins verður undirbúin eftir sem áður en að sögn Gerards van Vliet verður ákveðið síðar hvenær hún verður lögð fram, það fari eftir viðbrögðum sendiherrans.
Tengdar fréttir Hollenskir sparifjáreigendur ætla að kæra Ísland sjötta maí Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ítrekað kröfur sínar til Jóhönnu Sigurðardóttur um að lausn verði fundin á málum þeirra. Að öðrum kosti verður lögð fram kæra gegn íslenska ríkinu þann 6. maí næstkomandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 30. apríl 2009 13:26 Brugðist við kröfu hollensku sparifjáreigendanna í dag Samtökin Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur hollenskra sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans, hafa fengið boð frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ráðuneytið muni taka mál þeirra til athugunar. Samtökin höfðu gefið íslenska ríkinu frest til dagsins í dag til þess að bregðast við, ella myndu þau kæra Íslendinga til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins á grundvelli mismununar. Undir hatti samtakanna eru 200 einstaklinga sem samtals áttu 4,2 milljarða króna á Icesave reikningum. 6. maí 2009 09:53 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hollenskir sparifjáreigendur ætla að kæra Ísland sjötta maí Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ítrekað kröfur sínar til Jóhönnu Sigurðardóttur um að lausn verði fundin á málum þeirra. Að öðrum kosti verður lögð fram kæra gegn íslenska ríkinu þann 6. maí næstkomandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 30. apríl 2009 13:26
Brugðist við kröfu hollensku sparifjáreigendanna í dag Samtökin Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur hollenskra sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans, hafa fengið boð frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ráðuneytið muni taka mál þeirra til athugunar. Samtökin höfðu gefið íslenska ríkinu frest til dagsins í dag til þess að bregðast við, ella myndu þau kæra Íslendinga til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins á grundvelli mismununar. Undir hatti samtakanna eru 200 einstaklinga sem samtals áttu 4,2 milljarða króna á Icesave reikningum. 6. maí 2009 09:53