Kennslan hefst á mánudag 29. október 2004 00:01 Kennsla hefst í grunnskólum landsins á mánudag, eftir að deilendur í kennaradeilunni samþykktu í nótt að fresta verkfallinu á meðan báðar fylkingar kynntu sér nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og greiddu atkvæði um hana. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari kynnti samningamönnum tillöguna upp úr miðnætti, en í þessu ferli taka samninganefndirnar sjálfar ekki afstöðu til tillögurnar, heldur geta þær gert athugasemdir. Þær fengu tillöguna svo fullbúna í hendur laust fyrir klukkan tíu í morgun. Síðan munu starfsmenn Ríkissáttasemjara útbúa gögn handa öllum kennurum og sveitarstjórnarmönnum, sem málið varðar og á það að vera klárt um hádegi á sunnudag. Samið hefur verið við póstinn um að sækja gögnin um hádegi á sunnudag og undirbúa dreifingu strax á mánudagsmorgun. Kosningu kennara og sveitarstjórnarmanna um tillölguna á svo að ljúka fyrir næstu helgi og verða atkvæði talin á mánudag, eftir rúma viku. Ásmundur segir það mjög mikilvægt að samið hafi verið um frestun á verkfallinu. Menn geti þá fjallað um efnið við sínar venjulegu vinnuaðstæður, sem sé mjög gott. Verði tillagan svo samþykkt hafi hún gildi kjarasamnings. Ásmundur vill ekki greina frá innihaldi tillögunnar að svo stöddu, en hún fór að mótast síðdegis í gær, eftir að formenn samninganefnda réðu ráðum sínum við félagsmenn í kjölfar fundar með ríkissáttasemjara í gærmorgun. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er í tilllögunni gert ráð fyrir langtímasamningi, eða til allt að fjögurra ára. Þá eru í einhverjum tilvikum meiri hækkanir en í hugmyndunum sem sáttasemjari kynnti samninganefndum fyrir rúmri viku. Kennarar eiga að mæta til vinnu í dag til að undirbúa skólahald á mánudagsmorgun. Samkvæmt skólaalmanaki á vikulangt vetrarfrí að hefjast í mörgum grunnskólum á mánudag og eru það frídagar kennarra. Sveitarfélögin verða því að semja við kennara um greiðslu launa fyrir að vinna í fríinu, þar sem svo stendur á, ef kennsla á að geta hafist á mánudagsmorgun. Vetrarfí kennara á til dæmis að vera í Reykjavík í næstu viku og ætlar Fræðsluráð Reykjavíkur að fjalla um málið á aukafundi í dag. Kennarar í Garðabæ og Kópavogi eru hinsvegar búnir að taka sín vetrarfrí, ef svo má að orði komast. Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur verið boðað til aukafundar þar sem lögð verður fram tillaga til afgreiðslu um að fella þar vetrarfríið niður, og á kennsla að hefjast þar á mánudag. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Kennsla hefst í grunnskólum landsins á mánudag, eftir að deilendur í kennaradeilunni samþykktu í nótt að fresta verkfallinu á meðan báðar fylkingar kynntu sér nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og greiddu atkvæði um hana. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari kynnti samningamönnum tillöguna upp úr miðnætti, en í þessu ferli taka samninganefndirnar sjálfar ekki afstöðu til tillögurnar, heldur geta þær gert athugasemdir. Þær fengu tillöguna svo fullbúna í hendur laust fyrir klukkan tíu í morgun. Síðan munu starfsmenn Ríkissáttasemjara útbúa gögn handa öllum kennurum og sveitarstjórnarmönnum, sem málið varðar og á það að vera klárt um hádegi á sunnudag. Samið hefur verið við póstinn um að sækja gögnin um hádegi á sunnudag og undirbúa dreifingu strax á mánudagsmorgun. Kosningu kennara og sveitarstjórnarmanna um tillölguna á svo að ljúka fyrir næstu helgi og verða atkvæði talin á mánudag, eftir rúma viku. Ásmundur segir það mjög mikilvægt að samið hafi verið um frestun á verkfallinu. Menn geti þá fjallað um efnið við sínar venjulegu vinnuaðstæður, sem sé mjög gott. Verði tillagan svo samþykkt hafi hún gildi kjarasamnings. Ásmundur vill ekki greina frá innihaldi tillögunnar að svo stöddu, en hún fór að mótast síðdegis í gær, eftir að formenn samninganefnda réðu ráðum sínum við félagsmenn í kjölfar fundar með ríkissáttasemjara í gærmorgun. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er í tilllögunni gert ráð fyrir langtímasamningi, eða til allt að fjögurra ára. Þá eru í einhverjum tilvikum meiri hækkanir en í hugmyndunum sem sáttasemjari kynnti samninganefndum fyrir rúmri viku. Kennarar eiga að mæta til vinnu í dag til að undirbúa skólahald á mánudagsmorgun. Samkvæmt skólaalmanaki á vikulangt vetrarfrí að hefjast í mörgum grunnskólum á mánudag og eru það frídagar kennarra. Sveitarfélögin verða því að semja við kennara um greiðslu launa fyrir að vinna í fríinu, þar sem svo stendur á, ef kennsla á að geta hafist á mánudagsmorgun. Vetrarfí kennara á til dæmis að vera í Reykjavík í næstu viku og ætlar Fræðsluráð Reykjavíkur að fjalla um málið á aukafundi í dag. Kennarar í Garðabæ og Kópavogi eru hinsvegar búnir að taka sín vetrarfrí, ef svo má að orði komast. Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur verið boðað til aukafundar þar sem lögð verður fram tillaga til afgreiðslu um að fella þar vetrarfríið niður, og á kennsla að hefjast þar á mánudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira