Erlent

Fyrsti sigurvegari Eurovision látinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Assia tók alls þrisvar þátt í Eurovision fyrir hönd Sviss.
Assia tók alls þrisvar þátt í Eurovision fyrir hönd Sviss. Vísir/EPA
Lys Assia, sem vann fyrstu Eurovision keppnina árið 1956 er látin, 94 ára að aldri. 

Assia söng lagið Refrain í fyrstu keppninni fyrir hönd Sviss. Þá var keppnin mað allt öðru sniði en nú. Einungis sjö lönd tóku þátt og hvert land átti tvo fulltrúa. Assia tók einnig þátt í þýsku undankeppninni sama ár og þá var hún einnig fulltrúi Sviss árið 1957 og 1958. 

Árið 2012 freistaði Assia þess að taka þátt í fjórða sinn með laginu C‘était ma vie en hafnaði í áttunda sæti í undankeppninni í Sviss. Henni var þó boðið að vera viðstödd keppnina það ár í Baku í Azerbaijan sem heiðursgestur.

Assia lést fyrr í dag á sjúkrahúsi í nágrenni Zurich. Hún fagnaði 94 ára afmæli sínu þann 4. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×