Ég var eitt af þessum börnum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. apríl 2018 08:51 Ég var eitt af þessum börnum sem var á sífelldum flækingi. Þegar ég fæddist bjó ég á Víðimel þar sem við, fimm manna fjölskylda, bjuggum inn á ömmu í 40 fermetra þakíbúð. Næst lá leiðin í nýbyggingu í Sólheima. Um þetta leiti var pabbi farinn að drekka mikið og misstum við þetta húsnæði. Þá var flutt á Hjarðarhagann í rúmt ár og enn versnaði pabba. Fyrir dyrum lá skilnaður og fluttum við systkinin með mömmu þá á Barónsstíg. Þar bjuggum við í rúmt á þegar aftur var flutt í þakíbúð á Víðimel. Þá kom loks vel þeginn stöðugleiki í nokkur ár þar til flutt var enn á ný og að þessu sinni á Nesveg. Þá var ég 12 ára. Fyrir barn að flytja svona oft er erfitt hvað varðar ótal margt en ekki hvað síst að eignast vini og viðhalda vinskap. Þetta er verið að bjóða mörgum börnum upp á í dag. Endalaus þvælingur vegna húsnæðisskorts. Sumir geta hvorki leigt hvað þá fjárfest í húsnæði. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðal grunnþörfum. Allt frá hruni hefur staða þeirra verst settu einungis farið niður á við og er nú algerlega óviðunandi í Reykjavík. Börnin í þessum aðstæðum hafa mörg hver átt dapran tíma og sum gengið í allt að fimm grunnskóla. Tíðir flutningar hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Þau hafa varla aðlagast og myndað tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Margt ungt fjölskyldufólk getur e.t.v. stólað á foreldra sína og ættingja en það verður að horfast í augu við þá staðreynd að ekki allir foreldrar eiga kost á því að hjálpa börnunum sínum í húsnæðismálum. Sumir eiga bara nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður eins og staðan er í Reykjavík í dag sem ætti að geta séð vel um alla sína þegna. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börnin þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaus. Flokkur Fólksins sem nú bíður fram í fyrsta sinn í Reykjavík leggur höfuðáherslu á fólkið sem byggir borgina okkar. Hér hefur ríkt lóðarskortur árum saman. Nánast engin venjuleg fjölskylda eða einstaklingur geta keypt dýrar eignir. Flokkur fólksins vill stuðla að samvinnu ríkis, borgar og lífeyrissjóðanna svo þeim sem tekjulægri eru sé gert kleift að koma sér upp öruggu heimili. Félagslegt húsnæði er nauðsynlegt. Í lok árs 2017 voru 954 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Byggja þarf íbúðir af hagkvæmni þannig að borgarar hefðu bolmagn á að kaupa eða leigja. Hægt er að setja kvaðir á byggingalóðir og byggja ódýrt húsnæði ætlað efnaminna fólki þar með talið ungu fólki. Þegar meira framboð er þá verður meiri stöðugleiki og leiguverð lækkar. Í Reykjavík í dag er ekki gert ráð fyrir að venjuleg fjölskylda búi þar. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég var eitt af þessum börnum sem var á sífelldum flækingi. Þegar ég fæddist bjó ég á Víðimel þar sem við, fimm manna fjölskylda, bjuggum inn á ömmu í 40 fermetra þakíbúð. Næst lá leiðin í nýbyggingu í Sólheima. Um þetta leiti var pabbi farinn að drekka mikið og misstum við þetta húsnæði. Þá var flutt á Hjarðarhagann í rúmt ár og enn versnaði pabba. Fyrir dyrum lá skilnaður og fluttum við systkinin með mömmu þá á Barónsstíg. Þar bjuggum við í rúmt á þegar aftur var flutt í þakíbúð á Víðimel. Þá kom loks vel þeginn stöðugleiki í nokkur ár þar til flutt var enn á ný og að þessu sinni á Nesveg. Þá var ég 12 ára. Fyrir barn að flytja svona oft er erfitt hvað varðar ótal margt en ekki hvað síst að eignast vini og viðhalda vinskap. Þetta er verið að bjóða mörgum börnum upp á í dag. Endalaus þvælingur vegna húsnæðisskorts. Sumir geta hvorki leigt hvað þá fjárfest í húsnæði. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðal grunnþörfum. Allt frá hruni hefur staða þeirra verst settu einungis farið niður á við og er nú algerlega óviðunandi í Reykjavík. Börnin í þessum aðstæðum hafa mörg hver átt dapran tíma og sum gengið í allt að fimm grunnskóla. Tíðir flutningar hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Þau hafa varla aðlagast og myndað tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Margt ungt fjölskyldufólk getur e.t.v. stólað á foreldra sína og ættingja en það verður að horfast í augu við þá staðreynd að ekki allir foreldrar eiga kost á því að hjálpa börnunum sínum í húsnæðismálum. Sumir eiga bara nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður eins og staðan er í Reykjavík í dag sem ætti að geta séð vel um alla sína þegna. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börnin þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaus. Flokkur Fólksins sem nú bíður fram í fyrsta sinn í Reykjavík leggur höfuðáherslu á fólkið sem byggir borgina okkar. Hér hefur ríkt lóðarskortur árum saman. Nánast engin venjuleg fjölskylda eða einstaklingur geta keypt dýrar eignir. Flokkur fólksins vill stuðla að samvinnu ríkis, borgar og lífeyrissjóðanna svo þeim sem tekjulægri eru sé gert kleift að koma sér upp öruggu heimili. Félagslegt húsnæði er nauðsynlegt. Í lok árs 2017 voru 954 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Byggja þarf íbúðir af hagkvæmni þannig að borgarar hefðu bolmagn á að kaupa eða leigja. Hægt er að setja kvaðir á byggingalóðir og byggja ódýrt húsnæði ætlað efnaminna fólki þar með talið ungu fólki. Þegar meira framboð er þá verður meiri stöðugleiki og leiguverð lækkar. Í Reykjavík í dag er ekki gert ráð fyrir að venjuleg fjölskylda búi þar. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun