Innlent

Blaðamannafélagið undrast afstöðu FME gagnvart blaðamönnum

Arna Schram er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Arna Schram er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélag Íslands undrast að Fjármálaeftirlitið skuli telja það til forgangsverkefna að beina spjótum sínum að blaðamönnum sem eru að reyna að varpa ljósi á bankahrunið. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið hefur sent frá sér.

„Hrunið snertir alla í landinu og varðar því ríka almannahagsmuni að upplýst sé um orsakir þess, þar með talið hvað gerðist í bönkunum. Félagið fagnar því að viðskiptaráðherra sé sama sinnis," segir í ályktun frá félaginu.

Þá segir Blaðamannafélagið að trúnaður blaðamanna sé við almenning í landinu. Ekki eigi að vera hægt að kúga fjölmiðla til að birta ekki upplýsingar sem varði hagsmuni almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×