Háir vextir veikja krónuna 4. apríl 2009 06:00 Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján prósentustigum. Rök Seðlabankans fyrir háum vöxtum eru helst þau að það verji gengi krónunnar. Nánar tiltekið telur bankinn að ávöxtun á íslenskum markaði þurfi að vera ásættanleg miðað við áhættu þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt til að sporna við útflæði gjaldeyris. Með öðrum orðum verða Íslendingar að borga háa vexti til að erlendir aðilar skipti ekki út íslenskum verðbréfum fyrir erlenda mynt þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Í fyrsta lagi eru vextir undanþegnir gjaldeyrishöftum og því má skipta vaxtagreiðslum beint yfir í erlenda mynt miðað við núverandi reglur. Samkvæmt heimildum Seðlabankans eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljöðrum og þar af má ætla að um 150-200 milljarðar séu á fljótandi vöxtum. Samkvæmt munnlegum heimildum markaðsaðila nýta þessir aðilar sér reglulega að skipta vaxtagreiðslum fyrir erlendan gjaldeyri. Hærri vextir valda því meira útflæði gjaldeyris. Meira útflæði gjaldeyris veikir krónuna. Til að setja hlutina í samhengi mun hvert prósentustig minnka útflæði vegna fljótandi vaxta um 1.5 til 2 milljarða á ársgrunni. Tveggja prósentustiga lækkun þýðir því sparnað fyrir ríkið sem samvarar áætluðum tekjum af hátekjuskatti. Heildarvaxtagjöld miðað við 17% vexti og 150-200 milljarða skuld eru 26-34 milljarðar á ári sem aftur má skipta í gjaldeyri. Þetta útflæði samsvarar nettó gjaldeyrisáhrifum af þorskveiði núverandi fiskveiðiárs. Lægri vextir munu því draga markvert úr útstreymi gjaldeyris við núverandi aðstæður. Í öðru lagi endurspeglar íslenska krónan íslenskt efnahagslíf. Fyrirtæki og heimili eru nú í sárum eftir bankahrunið, gengisfall, tilheyrandi verðbólguskot, almennan samdrátt, eignatap og tapað lánstraust erlendis. Á sama tíma og spáð er 10% samdrætti í landsframleiðslu, áður óþekktu atvinnuleysi og tímabilum verðhjöðnunar er fráleitt að ætla að efnahagslífið geti staðið undir vöxtum nálægt 20%. Lægri vextir munu aftur á móti styrkja efnahagslífið og hvetja til fjárfestinga með tilheyrandi atvinnusköpun. Slíkur raunverulegur stuðningur við efnahagslífið eykur síðan aftur tiltrú á gjaldmiðlinum sem endurspeglar grundvallar efnahagsaðstæður. Í þriðja lagi virðist Seðlabankinn byggja á forsendunni um að það verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum í náinni framtíð og því sé þess virði að borga háa vexti í skamman tíma með von um að fljótlega verði hægt að lækka þá þegar tiltrú erlendra aðila á hagkerfinu hefur aukist . Þessi forsenda verður að teljast veik því líklegt er að höft verði til staðar í marga mánuði og jafnvel ár til viðbótar til að verja gengi krónunnar. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Miðað við gengi krónunnar utan Íslands er hæpið að hægt sé að aflétta höftunum í bráð án þess að fjármagn flæði úr landi þar til jafnvægi næst á gengi krónunnar. Erlent fjármagn, sem bundið er í íslenskum skuldabréfum (sem er bein afleiðing hávaxtastefnu seðlabankans undanfarin ár), er svo mikið að það er ekki raunhæft að gefa kost á því að það fari í gegnum gjaldeyrismarkaðinn án þess að valda umtalsverðri veikingu krónunnar. Eins og áður hefur komið fram eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljarða. Þessi upphæð er mjög há samkvæmt öllum mælikvörðum. 400 milljarðar eru 1,6 sinnum heildarvelta á gjaldeyrismarkaði á ársgrunni (miðað við veltu síðustu fimm mánuði), 400 milljarðar eru 3 sinnum byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar, 400 milljarðar eru nokkru hærri en gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands (341 milljarðar) og jafngilda erlendum eignum allra íslenskra lífeyrissjóða (424 milljarðar). 400 milljarðar samsvara nettó innstreymi gjaldeyris vegna veiða á 2 milljónum tonna af þorski! Af þessu leiðir að það er næstum óhugsandi að höftunum verði aflétt án þess að semja sérstaklega við erlenda kröfuhafa (og viðhalda þar með ákveðnum höftum) og því verður núverandi vaxtastefna fyrst og fremst að byggja á þeirri forsendu. Rök fyrir því að seðlabankinn heldur vöxtum háum til að styrkja gengi krónunnar þola illa nánari skoðun. Þvert á móti eru sterk rök fyrir hinu gagnstæða. Rökrétt væri því að horfast í augu við þá staðreynd að ef markmiðið er að halda gengi krónunnar sterku þurfa gjaldeyrishöftin að vera til staðar í einhvern tíma í viðbót og því er eðlilegt að miða vaxtastefnuna fyrst of fremst við núverandi ástand efnahagsmála í landinu líkt og gert er í öðrum löndum. Jón Helgi er verkfræðingur. Kári er með doktorspróf í fjármálum og gegnir lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján prósentustigum. Rök Seðlabankans fyrir háum vöxtum eru helst þau að það verji gengi krónunnar. Nánar tiltekið telur bankinn að ávöxtun á íslenskum markaði þurfi að vera ásættanleg miðað við áhættu þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt til að sporna við útflæði gjaldeyris. Með öðrum orðum verða Íslendingar að borga háa vexti til að erlendir aðilar skipti ekki út íslenskum verðbréfum fyrir erlenda mynt þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Í fyrsta lagi eru vextir undanþegnir gjaldeyrishöftum og því má skipta vaxtagreiðslum beint yfir í erlenda mynt miðað við núverandi reglur. Samkvæmt heimildum Seðlabankans eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljöðrum og þar af má ætla að um 150-200 milljarðar séu á fljótandi vöxtum. Samkvæmt munnlegum heimildum markaðsaðila nýta þessir aðilar sér reglulega að skipta vaxtagreiðslum fyrir erlendan gjaldeyri. Hærri vextir valda því meira útflæði gjaldeyris. Meira útflæði gjaldeyris veikir krónuna. Til að setja hlutina í samhengi mun hvert prósentustig minnka útflæði vegna fljótandi vaxta um 1.5 til 2 milljarða á ársgrunni. Tveggja prósentustiga lækkun þýðir því sparnað fyrir ríkið sem samvarar áætluðum tekjum af hátekjuskatti. Heildarvaxtagjöld miðað við 17% vexti og 150-200 milljarða skuld eru 26-34 milljarðar á ári sem aftur má skipta í gjaldeyri. Þetta útflæði samsvarar nettó gjaldeyrisáhrifum af þorskveiði núverandi fiskveiðiárs. Lægri vextir munu því draga markvert úr útstreymi gjaldeyris við núverandi aðstæður. Í öðru lagi endurspeglar íslenska krónan íslenskt efnahagslíf. Fyrirtæki og heimili eru nú í sárum eftir bankahrunið, gengisfall, tilheyrandi verðbólguskot, almennan samdrátt, eignatap og tapað lánstraust erlendis. Á sama tíma og spáð er 10% samdrætti í landsframleiðslu, áður óþekktu atvinnuleysi og tímabilum verðhjöðnunar er fráleitt að ætla að efnahagslífið geti staðið undir vöxtum nálægt 20%. Lægri vextir munu aftur á móti styrkja efnahagslífið og hvetja til fjárfestinga með tilheyrandi atvinnusköpun. Slíkur raunverulegur stuðningur við efnahagslífið eykur síðan aftur tiltrú á gjaldmiðlinum sem endurspeglar grundvallar efnahagsaðstæður. Í þriðja lagi virðist Seðlabankinn byggja á forsendunni um að það verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum í náinni framtíð og því sé þess virði að borga háa vexti í skamman tíma með von um að fljótlega verði hægt að lækka þá þegar tiltrú erlendra aðila á hagkerfinu hefur aukist . Þessi forsenda verður að teljast veik því líklegt er að höft verði til staðar í marga mánuði og jafnvel ár til viðbótar til að verja gengi krónunnar. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Miðað við gengi krónunnar utan Íslands er hæpið að hægt sé að aflétta höftunum í bráð án þess að fjármagn flæði úr landi þar til jafnvægi næst á gengi krónunnar. Erlent fjármagn, sem bundið er í íslenskum skuldabréfum (sem er bein afleiðing hávaxtastefnu seðlabankans undanfarin ár), er svo mikið að það er ekki raunhæft að gefa kost á því að það fari í gegnum gjaldeyrismarkaðinn án þess að valda umtalsverðri veikingu krónunnar. Eins og áður hefur komið fram eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljarða. Þessi upphæð er mjög há samkvæmt öllum mælikvörðum. 400 milljarðar eru 1,6 sinnum heildarvelta á gjaldeyrismarkaði á ársgrunni (miðað við veltu síðustu fimm mánuði), 400 milljarðar eru 3 sinnum byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar, 400 milljarðar eru nokkru hærri en gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands (341 milljarðar) og jafngilda erlendum eignum allra íslenskra lífeyrissjóða (424 milljarðar). 400 milljarðar samsvara nettó innstreymi gjaldeyris vegna veiða á 2 milljónum tonna af þorski! Af þessu leiðir að það er næstum óhugsandi að höftunum verði aflétt án þess að semja sérstaklega við erlenda kröfuhafa (og viðhalda þar með ákveðnum höftum) og því verður núverandi vaxtastefna fyrst og fremst að byggja á þeirri forsendu. Rök fyrir því að seðlabankinn heldur vöxtum háum til að styrkja gengi krónunnar þola illa nánari skoðun. Þvert á móti eru sterk rök fyrir hinu gagnstæða. Rökrétt væri því að horfast í augu við þá staðreynd að ef markmiðið er að halda gengi krónunnar sterku þurfa gjaldeyrishöftin að vera til staðar í einhvern tíma í viðbót og því er eðlilegt að miða vaxtastefnuna fyrst of fremst við núverandi ástand efnahagsmála í landinu líkt og gert er í öðrum löndum. Jón Helgi er verkfræðingur. Kári er með doktorspróf í fjármálum og gegnir lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar