Innlent

Þurfa að brúa allt að 55 milljarða gat

Guðlaugur Þór Þórðarson spurði fjármálaráðherra hvernig mæta ætti rekstrarhallanum. Mynd/ Stefán.
Guðlaugur Þór Þórðarson spurði fjármálaráðherra hvernig mæta ætti rekstrarhallanum. Mynd/ Stefán.
Ríkisstjórnin þarf brúa 35 til 55 milljarða króna fjárlagagat á næsta ári til að standast áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjármálaráðherra boðar skattahækkanir og niðurskurð.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði fjármálaráðherra hvernig ríkisstjórnin ætlar mæta rekstrarhalla ríkissjóðs á næsta ári í utandagskrá umræðu um framkvæmd fjárlaga og samskiptin við Alþjóðagjaldeyrisjóðinn á Alþingi í morgun.

Steingrímur J. Sigfússon sagði ljóst að brúa þyrfti fjárlagagat upp á 35 til 55 milljarða króna á næsta ári. Hann sagði að niðurskurður einn og sér dygði ekki til að brúa það gat. „Það verður blönduð leið. Það verður reynt að afla tekna eftir því sem það er þjóðhagslega skynsamlegt og mögulegt með sanngjörnum og réttlátum hætti. En það verður líka skorið niður og beitt aðhaldi," sagði steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×